Verðmætustu vörumerkin í fluginu

Hér eru þau tuttugu flugfélög sem talin eru eiga sterkustu vörumerkin. Aðeins tvö þeirra fljúga til Íslands.

Annað árið í röð er vörumerki Emirates, ríkisflugfélags Dubai, talið það verðmætasta í fluggeiranum. Sérfræðingar Brand Finance ráðgjafafyrirtækisins meta það á rúmlega fjóra milljarða dollara sem er hækkun um rúmlega tíund frá fyrra ári. Til samanburðar má geta að Brand Finance segir eigendur Apple sitja á verðmætasta vörumerki heims og meta það á 87 milljarðar dollara. Það er því langt í toppinn fyrir forsvarsmenn þekktustu flugfélaganna.

Hið þýska Lufthansa heldur öðru sætinu á listanum og er merki þess talið 3,6 milljarða dollara virði og Delta frá Bandaríkjunum fer úr fjórða sæti í það þriðja. En þessi tvö félög fljúga bæði hingað á sumrin.

Kínverjar sterkir

Aðeins eitt flugfélag frá S-Ameríku kemst á listann en þar er að finna sex evrópsk félög. Athygli vekur að þrjú flugfélög frá Kína raða sér í efstu níu sætin eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

20 verðmætustu vörumerkin í fluggeiranum árið 2013:

 

Sæti Vörumerki
1. Emirates
2. Lufthansa
3. Delta
4. Singapore Airlines
5. United
6. China Southern
7. China Eastern
8. Air France
9. Air China
10. Cathay Pacific
11. British Airways
12. ANA
13. Korean Air
14. Southwest
15. Japan Airlines
16. Turkish Airlines
17. American
18. TAM Airlines
19. Aeroflot
20. KLM

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: 15% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGUBÍLL: Rentalcars lofar lægsta verðinu

Mynd: Emirates