Viðskiptaferðalög aukast en á ódýrara farrými

Þeim fer fjölgandi sem sendir eru í ferðalög á vegum vinnunnar. Núna kjósa hins vegar fleiri stjórnendur að kaupa miða á almennu farrými eða hjá lággjaldaflugfélögum.

Það kostar í flestum tilfellum töluvert meira að kaupa miða á fyrsta farrými en á því almenna og það þykir því tímanna tákn að á fyrsta fjórðungi ársins minnkaði eftirspurn eftir sætum á viðskiptafarrými um 15 prósent í Bretlandi.

Á sama tíma fjölgaði flugbókunum fyrirtækja og stofnanna um rúmlega þrjá af hundraði og hlutdeild lággjaldafyrirtækja á fyrirtækjamarkaðnum jókst. Þetta kemur fram í skýrslu ferðaskrifstofunnar Hogg Robinson Group, sem sérhæfir sig í skipulagningu ferða fyrir fyrirtæki.

Haft er eftir framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar á vefsíðunni Travel Mole að það sé sérstaklega á styttri leiðum sem breskir fyrirtækjastjórnendur kjósi ódýrustu miðana og margir séu farnir að bóka lestarmiða í stað flugmiða þegar ferðast er innanlands.

 

BÍLALEIGA: Rentalscars.com lofar lægsta verðinu
TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn

Mynd: Heathrow Airport