Wow Air ódýrast í lok október

Það er mikill verðmunur fargjöldum til Kaupmannahafnar, London og Oslóar í lok þessa mánaðar. Munurinn er mun minni ef ferðinni er heitið út um jól og áramót.

Ef þú ætlar að kaupa í dag flugmiða til höfuðborga Bretlands, Danmerkur og Noregs um mánaðarmótin þá er í öllum tilvikum dýrast að bóka hjá Icelandair. Munurinn á farinu hjá Wow Air og Icelandair til Kaupmannahafnar í viku 44 (28. okt.-3.nóv) er til dæmis er nærri tvöfaldur.

Verðin hjá Icelandair til London og Kaupmannahafnar eru mun hærri nú en á sama tíma í fyrra eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Ekki er hægt að gera samanburð á fargjöldum Wow Air milli ára því síðasta haust ætluðu forsvarsmenn fyrirtækisins ekki að bjóða upp á ferðir til Kaupmannahafnar og aðeins tvær vikulegar ferðir til Lundúna. Þær áætlanir breyttust þegar Wow Air tók yfir flugáætlun Iceland Express.

Jóla- og áramótaverðið

Þrjú félög fljúga til Oslóar og þangað er hægt að komast um mánaðarmótin fyrir innan við þrjátíu þúsund krónur með Norwegian. Hins vegar er norska lággjaldaflugfélagið dýrast ef ferðinni er heitið borgarinnar í síðustu viku ársins. En í þessum mánaðarlegu verðkönnunum Túrista eru athuguð fargjöld fjórar og tólf vikur fram í tímann. Núna eru tæpir þrír mánuðir til jóla og á næstu síðu má sjá hvert er ódýrast að fara í síðustu viku ársins.

Þróun fargjalda í viku 44 (28.október-3. nóvember) milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara

2013

2012Breyting
London:
Easy Jet43.339 kr.42.522 kr.+2%
Icelandair59.030 kr.47.140 kr.+25%
Wow Air40.458 kr.Wow Air var með of fáar ferðir í október í fyrra
Kaupmannahöfn:
Icelandair69.540 kr.46.680+49%
Wow Air36.188 kr.Wow flaug ekki til Kaupm.hafnar í október í fyrra
Osló:
Icelandair46.220 kr.Osló var ekki hluti af verðkönnuninn í fyrra
Norwegian28.948 kr.
SAS37.676 kr.


Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér). Verð voru fundin á heimasíðum félaganna 3. október 2013 og 2012.

Á næstu síðu má sjá þróun verðgjalda í viku 52 og hvaða félög bjóða lægstu fargjöldin til Kaupmannahafnar, London og Osló í lok árs. Smelltu hér.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir vetrarfríið