Airberlin til Íslands níunda sumarið í röð

Undanfarin sumur hefur Airberlin verið umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og forsvarsmenn þess eru ánægðir með gang mála hér á landi og ætla að fjölga ferðum.

Ísland hefur lengi notið vinsælda meðal þýskra ferðamanna og á sumrin fljúga þrjú af stærstu flugfélögum Þýskalands til Keflavíkur. Airberlin er þeirra stórtækast og í júní hefst níunda sumarvertíð félagsins hér á landi. Túristi forvitnaðist um gang mála hjá félaginu hjá Jan Anderstedt, svæðisstjóra þess á Norðurlöndum.

Airberlin hefur hingað til aðeins boðið upp á sumarflug til Íslands. Hafið þið íhugað að bjóða upp á flug þangað allan ársins hring?

Flugáætlun Airberlin til Íslands verður áfram í föstum skorðum og við erum mjög ánægð með hana. Næsta sumar munum við bjóða upp á beint flug frá Reykjavík (innsk. blm: Keflavíkurflugvelli) til fjögurra af stærstu flugvöllum Þýskalands; Hamborgar, Munchen, Berlínar og Dusseldorf. Flogið verður allt að fjórum sinnum í viku en það er mismunandi eftir áfangastöðum. Á næsta ári gerum við þá breytingu að við lengjum ferðatímabilið og hefjum flug strax í byrjun júní og verðum að fram í miðjan september.

Allar brottfarir ykkar frá Íslandi eru í kringum miðnætti. Myndi flug þaðan um miðjan dag fjölga farþegum að þínu mati?

Við höfum boðið upp á næturflug frá Reykjavík (innsk. blm: Keflavíkurflugvelli) allar götur sínan jómfrúarflugin til Munchen og Dusseldorf voru farin árið 2006. Þessir brottfarartímar hafa mælst vel fyrir hjá íslenskum gestum okkar þar sem þetta tryggir þeim möguleika á að nýta sér okkar stóra leiðakerfi frá Þýskalandi. Þeir sem fljúga með okkur frá Íslandi geta þannig valið úr tengiflugi til 37 áfangastaða í 13 löndum. Meðal annars innan Þýskalands og til Spánar, Ítalíu, Rússlands og Bandaríkjanna.

Hver er hugmyndin að baki starfssemi Airberlin?

Airberlin er áætlunarflugfélag sem flýgur til 151 áfangastaðar út um allan heim. Lykilatriði í rekstri okkar er að ná sem mestu út úr leiðakerfinu með því að gera samstarfssamninga og vera aðili að flugbandalögum. Þannig byggir samvinna okkar og Etihad Airways á því að samnýta leiðakerfi félaganna og eins hefur Airberlin verið hluti af flugbandalaginuu oneworld síðan árið 2011. Airberlin er með alþjóðlegt leiðakerfi og býður upp á viðskiptafarrými á lengri leiðum. Að auki erum við með nýjasta flugflotann í Evrópu og þann sparneytasta.

Hvers má fólk vænta þegar flogið er með Airberlin?

Airberlin er flugfélag sem býður upp á fulla þjónustu. Farþegar okkar geta valið á milli vef- og símainnritunar og ein taska er ávallt innifalin í fargjaldinu. Um borð bjóða áhafnir okkar upp á drykki, snakk eða máltíð og frí tímarit og dagblöð. Við leysum líka farþegana oft út með hjartalaga súkkulaðimola.

NÝJAR GREINAR: Meira en tvöfalt fleiri ferðir til KanadaAuðvelt að finna ódýrari bílaleigubíla í Orlando

Mynd: airberlin