Ennþá hægt að komast í ódýra helgarferð fyrir jól

Hér eru sex ferðir til Evrópu og ein til Ameríku fyrir þá sem vilja fara til útlanda fljótlega en halda farinu í lágmarki.

Þó stutt sé í aðventuna er ennþá hægt að setja saman helgarferðir til útlanda á næstunni sem kosta ekki svo mikið. Túristi skannaði heimasíður flugfélaganna og fann nokkur flug í kringum helgar sem kosta í mesta lagi rúmar fjörtíu þúsund krónur. Síðan nýttum við hótelleitarvél síðunnar til að finna ódýrustu þriggja stjörnu gistinguna í hverji borg fyrir sig og aðeins voru tekin með hótel sem eru miðsvæðis. Þeir sem eru til í að gista á lakari hótelum og í útjaðri geta því komist út fyrir ennþá minna.

Hafa skal í huga að farangursgjöld Norwegian, Easy Jet og Wow Air eru ekki tekin með í reikninginn.

Með því að smella á verðin hér fyrir neðan má fá nánari upplýsingar um gistinguna og fargjöldin. Hótelleitarvélin bíður m.a. upp á að leitað sé eftir staðsetningu, verði og einkunnum gesta.

 

Osló – 21. til 24. nóvember

Flug með Norwegian: 19.269 kr.
2ja manna herbergi á Best Westen Kampen: 58.087 kr.

Verð á mann: 48.659 krónur.

Stokkhólmur – 7. til 9. desember

Flug með Icelandair: 40.550 kr.
Hotel Tegnerlunden: 21.976 kr.

Verð á mann: 51.538 kr.

Bristol – 12. til 15.desember

Flug með Easy Jet: 33.394 kr.
Future Inn Bristol: 39.461 kr.

Verð á mann: 53.124 kr.

París – 6. til 9. desember

Flug með Wow Air: 40.800 kr.
Best Western Bercy: 36.505 kr.

Verð á mann: 59.052 kr.

Edinborg – 5. til 9. desember

Flug með Easy Jet: 37.487 kr.
Edinborg City Hotel: 53.154 kr.

Verð á mann: 64.064 kr.

London – 5. til 8. desember

Flug með Icelandair: 40.750 kr.
Gisting á Beverly Hotel: 53.926 kr.

Verð á mann: 67.713 kr.

Og þetta er líklega ódýrasta helgarferðin til Ameríku næstu vikur:

Washington – 4. til 8. desember

Flug með Icelandair: 73.700 kr.
Holiday Inn Washington: 77.801 kr.

Verð á mann: 112.600 kr.

NÝJAR GREINAR: Deilt um flugvélastæðin í Keflavík
TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn

Mynd: Henrik Trygg/Visit Stockholm