Lítill munur á farinu út

Fyrir nákvæmlega ári síðan munaði töluverðu á ódýrustu fargjöldum félaganna þriggja sem fljúga til London í febrúar. Núna er munurinn mun minni.

Á þessum degi í fyrra bauð Wow Air ódýrasta farið til London ef bókað var þrjá mánuði fram í tímann. Þá kostaði farmiði, að viðbættum innrituðum farangri, 35.825 krónur í viku 8 (18.-24.febrúar). Ódýrasta farið hjá Easy Jet var á tæpar sextíu þúsund krónur og munurinn á félögunum tveimur því tæpar 24 þúsund krónur.

Núna er hann rúmar tvö þúsund krónur en það er Icelandair sem er með lægsta farið til London eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Kaupmannahafnarprísar standa í stað

Ef ferðinni er heitið til höfuðborgar Danmerkur upp úr miðjum febrúar þá kostar það næstum því jafn mikið núna og í fyrra. Líkt og þá er Wow Air um fjögur þúsund krónum ódýrarasti kosturinn fyrir þá sem ætla til Kaupmannahafnar og vilja innrita farangur.

Í mánaðarlegum verðkönnunum Túrista eru fundnir ódýrustu farmiðarnir til London, Kaupmannahafnar og Oslóar hjá hverju félagi fyrir sig. Við fargjaldið er bætt bókunar- og kreditkortagjöldum og kostnaði við að innrita farangur. Skoðuð eru fargjöld fjórum og tólf vikum fram í tímann

Þróun fargjalda í viku 8 (17.-23. febrúar) milli ára þegar bókað er með tólf vikna fyrirvara

2014

2013 Breyting
London:
Easy Jet 47.860 kr. 59.430 kr. -19,5%
Icelandair 40.790 kr. 43.250 kr. -5,7%
Wow Air 45.424 kr. 35.825 kr. +26,8%
Kaupmannahöfn:
Icelandair 39.440 kr. 39.140 kr. +0,8%
Wow Air 35.301 kr. 34.560 kr. +2,1%
Osló:
Icelandair 35.010 kr. Osló var ekki hluti af verðkönnuninn í fyrra
Norwegian 28.631 kr.
SAS 34.896 kr.


Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér). Verð voru fundin á heimasíðum félaganna 26. nóvember 2013 og 2012.

Á næstu síðu má sjá þróun verðgjalda í viku 52

BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl