Samfélagsmiðlar

Lítill munur á farinu út

Fyrir nákvæmlega ári síðan munaði töluverðu á ódýrustu fargjöldum félaganna þriggja sem fljúga til London í febrúar. Núna er munurinn mun minni.

Á þessum degi í fyrra bauð Wow Air ódýrasta farið til London ef bókað var þrjá mánuði fram í tímann. Þá kostaði farmiði, að viðbættum innrituðum farangri, 35.825 krónur í viku 8 (18.-24.febrúar). Ódýrasta farið hjá Easy Jet var á tæpar sextíu þúsund krónur og munurinn á félögunum tveimur því tæpar 24 þúsund krónur.

Núna er hann rúmar tvö þúsund krónur en það er Icelandair sem er með lægsta farið til London eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Kaupmannahafnarprísar standa í stað

Ef ferðinni er heitið til höfuðborgar Danmerkur upp úr miðjum febrúar þá kostar það næstum því jafn mikið núna og í fyrra. Líkt og þá er Wow Air um fjögur þúsund krónum ódýrarasti kosturinn fyrir þá sem ætla til Kaupmannahafnar og vilja innrita farangur.

Í mánaðarlegum verðkönnunum Túrista eru fundnir ódýrustu farmiðarnir til London, Kaupmannahafnar og Oslóar hjá hverju félagi fyrir sig. Við fargjaldið er bætt bókunar- og kreditkortagjöldum og kostnaði við að innrita farangur. Skoðuð eru fargjöld fjórum og tólf vikum fram í tímann

Þróun fargjalda í viku 8 (17.-23. febrúar) milli ára þegar bókað er með tólf vikna fyrirvara

2014

2013Breyting
London:
Easy Jet47.860 kr.59.430 kr.-19,5%
Icelandair40.790 kr.43.250 kr.-5,7%
Wow Air45.424 kr.35.825 kr.+26,8%
Kaupmannahöfn:
Icelandair39.440 kr.39.140 kr.+0,8%
Wow Air35.301 kr.34.560 kr.+2,1%
Osló:
Icelandair35.010 kr.Osló var ekki hluti af verðkönnuninn í fyrra
Norwegian28.631 kr.
SAS34.896 kr.


Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér). Verð voru fundin á heimasíðum félaganna 26. nóvember 2013 og 2012.

Á næstu síðu má sjá þróun verðgjalda í viku 52

BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl

 

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …