Norræn ferðaskrifstofa opnar á Íslandi

Ferðaskrifstofan Nazar hóf í morgun að selja sólarlandaferðir frá Íslandi til Tyrklands og mun bjóða upp á íslenska fararstjóra og barnaklúbba á hótelum sínum.

Samkeppnin um sólþyrsta Íslendinga mun aukast á næsta ári því ferðaskrifstofan Nazar verður með vikulegar ferðir frá Keflavík til Antalya í Tyrklandi í sumar. Nazar er með starfssemi á öllum hinum Norðurlöndunum og er í eigu TUI samsteypunnar, eins stærsta ferðaskipuleggjanda í heimi.

Allt innifalið

Barnafjölskyldur eru í fókus hjá ferðaskrifstofunni og starfræktir verða íslenskir barna- og unglingaklúbbar á stærstu hótelum skrifstofunnar í sumar samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Við hótel Nazar eru stór sundlaugarsvæði og vatnsleikjagarðar og allt á að vera innifalið í gistingunni. Maturinn er líka innifalinn í fluginu sem og ferðir til og frá gististað.

Nazar hyggst vera með íslenska fararstjóra á sínum snærum í allt sumar og hefur hlotið öll tilskilin leyfi frá Ferðamálastofu.

Sjá heimasíðu Nazar.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu

Mynd: Nazar