Samfélagsmiðlar

Óvissa með flug héðan til N-Ameríku í sumar

Hvorki Icelandair né Wow Air fengu alla þá afgreiðslutíma sem forsvarsmenn félaganna óskuðu eftir á Keflarvíkurflugvelli næsta sumar vegna flugs vestur um haf. Nýlegur úrskurður Samkeppniseftirlitsins flækir málin og talsmenn félaganna vilja lítið tjá sig um stöðuna sem komin er upp.

Fyrir mánuði síðan fékk Wow Air flugrekstrarleyfi og af því tilefni var tilkynnt að félagið myndi bjóða upp á áætlunarflug til N-Ameríku á næsta ári. Stjórnendur Wow Air sóttu um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli næsta sumar fyrir komu véla frá Boston og New York milli klukkan tíu mínútur yfir sex og hálf sjö á morgnana. Félagið fékk hins vegar pláss fyrir báðar vélar klukkan rúmlega fimm. Icelandair fékk ekki heldur umbeðna tíma vegna flugs til nýrra áfangastaða í Kanada. Vélar frá Edmonton og Vancouver verða því að lenda fimm mínútur í fimm á morgnana sem er mun fyrr en forráðamenn Icelandair höfðu óskað.

Í svari frá Isavia, rekstraraðila flugvallarins, segir að á háannatíma næsta árs verði ekki næg flugvélastæði við flugstöðina á stuttu tímabili dagsins. „Eldri afgreiðslutímar halda sér í samræmi við áunninn sögulegan rétt. Afgreiðslu nýrra fluga er skipað beggja vegna háannatíma eftir því sem best hentar að mati samræmingarstjóra,“ segir jafnframt í svari Isavia til Túrista.

Ekki í takt við úrskurð Samkeppniseftirlitsins

Í vor sendu forsvarsmenn Wow Air erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem kvartað var yfir því hvernig Isavia úthlutar flugfélögum afgreiðslutíma við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stendur styr um leyfi til að fljúga til Evrópu milli klukkan sjö og átta á morgnana og vestur um haf milli klukkan 16 og 17:30. Icelandair hefur um langt árabil nýtt þessa tíma til að tengja saman flug milli Evrópu og N-Ameríku og stjórnendur Wow Air ætla að einnig að taka upp þetta fyrirkomulag. Í erindi félagsins segir: „…verði ekki orðið við kröfum Wow Air þá megi ljóst vera að fyrirhugaður samkeppnisrekstur í flugi á milli Íslands og Bandaríkjanna sé með öllu útilokaður.“

Samkeppnisstofnun fellst á rök Wow Air og birti um síðustu mánaðarmót úrskurð sinn þar sem farið er fram á við Isavia að tryggja Wow Air tvo afgreiðslutíma við flugstöðina að morgni og seinnipartinn næsta sumar. Eins og kom fram hér að ofan þá fékk Wow Air ekki þessa afgreiðslutíma. Enda höfðu forsvarsmenn Isavia áður gefið út að þeir ætli að áfrýja úrskurði eftirlitsins því úthlutun afgreiðslutíma sé framkvæmd af óháðum alþjóðlegum aðila og stjórnendur Isavia telja sig ekki mega grípa inn í hana með þeim hætti sem krafist er í úrskurðinum.

Flugfélögin í lausu lofti

Forsvarsmenn Wow Air vilja lítið segja um þá stöðu sem komin er upp vegna úthlutunar á afgreiðslutímum né hver áform félagsins eru um flug til Boston og New York. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, segir í svari til Túrista að málið sé í ferli og ekki sé hægt að tjá sig um það að svo stöddu. Haft var eftir forstjóra Wow Air í grein Bloomberg fréttastofunnar fyrir þremur vikum síðan að félagið hyggist tilkynna um flug til Boston „á morgun“, þ.e. 7. nóvember. Það hefur ekki verið gert með formlegum hætti samkvæmt því sem Túristi kemst næst og enn er ekki er hægt að bóka flug með Wow Air til Boston á vef félagsins.

Eins og áður segir fékk Icelandair ekki heldur þá tíma sem félagið óskaði eftir fyrir flug frá Vancouver og Edmonton. „Við erum að fara yfir þessi mál og vinnum að því að áhrifin verði sem minnst á áætlun okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair aðspurður um stöðuna sem komin er upp vegna skorts á flugvélastæðum á Keflavíkurflugvelli.

NÝJAR GREINAR: Lítill munur á fargjöldum í febrúar
HÓTEL: Finndu ódýr hótel út um allan heim

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …