Samfélagsmiðlar

Sjálfsafgreiðsla í utanlandsferðinni

Flugfarþegar munu kannski ganga í störf enn fleiri flugvallarstarfsmanna í framtíðinni og jafnvel leysa öryggisverðina í vopnaleitinni af hólmi.

Stór hluti flugfarþega sér sjálfur um að tékka sig inn og prenta út brottfararspjöld. Sum flugfélög eru jafnvel hætt að bjóða upp á innritun í flugstöðinni. Þeir sem ferðast með meira en handfarangur komast þó ekki hjá því að fá aðstoð við að skila töskunum af sér. Það gæti þó breyst fljótlega því á flugstöðvunum í Kaupmannahöfn og Osló hefur verið tekin í notkun farangursmóttaka þar sem farþegarnir sjá sjálfir um að skanna töskurnar og setja þær á færiband. Eru bundnar vonir við að þessi nýja sjálfsafgreiðsla muni stytta þann tíma sem farþegar eyða í afgreiðslusalnum fyrir brottför.

Sjálfsskoðun í vopnaleit

Eftir að farþegar hafa skilað af sér farangrinum bíða þeirra einkennisklæddir öryggisverðir sem eiga að ganga úr skugga um að enginn fari vopnaður um borð eða með vökva í of stórum ílátum. Síðastliðinn áratug hefur þessi leit orðið mun ítarlegri en áður og því erfitt að ímynda sér að hér verði einhvern tíma í boði sjálfsafgreiðsla. En það er ekki útilokað því í síðasta mánuði kynnti bandaríska fyrirtækið, Qylur, til sögunnar vopnaleit sem gerir farþegunum sjálfum kleift að sjá um skoðunina. Tækið er til prófunar á flugvelli í Ríó í Brasilíu en ekki fylgir sögunni hvort þessi nýju hlið séu eins næm fyrir skóm og þau sem eru í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Lobbíið í vörn

Það er þó ekki aðeins á flugvöllum sem reynt er að virkja ferðalanga í að bjarga sér sjálfir. Forsvarsmenn einnar stærsta hótelkeðju Norðurlanda, Scandic, bjóða nú gestum sínum að tékka sig út af hótelinu á einfaldan hátt. Daginn fyrir brottför fær fólk tölvupóst eða símaskilaboð sem það svarar með upplýsingum um notkun á míníbar og annarri þjónustu. Í kjölfarið kemur póstur með reikningi og gesturinn er þá laus allra mála. Framkvæmdastjóri Scandic segir að hér með komast ferðalangar hjá þeim hluta hóteldvalarinnar sem mörgum þætti hvað leiðinlegastur.

Fríhafnarpokarnir bíða

Fólk kemur til landsins á nær öllum tímum sólarhringsins og er því misvel upplagt fyrir búðaferð á meðan beðið er eftir töskunum. Þeir sem vilja sneiða hjá þessum hluta ferðalagsins geta nú pantað vörur á heimasíðu Fríhafnarinnar og sótt þær við komuna til Keflavíkur. Þessi þjónusta er einnig í boði þegar flogið er út en panta verður með sólarhrings fyrirvara.

Hvort tollskoðunin verði færð í hendur farþega á næstunni er ekki víst en á nokkrum flugvöllum er boðið upp á sjálfsafgreiðslu við vegabréfaeftirlit. Það gæti því styst í að hægt verði að fara í gegnum flugstöðvar án þess að eiga nokkur samskipti við starfsmann fyrr en gengið er um borð.

NÝJAR GREINAR: Ætla að selja Íslendingum 10 þúsund utanlandsferðir á ári
HÓTEL: Ódýr gisting út um allan heim

Greinin birtist áður í Fréttatímanum
Mynd: Qylur

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …