Samfélagsmiðlar

Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl

Það getur verið nauðsynlegt að hafa bíl til umráða í utanlandsferðinni en það kostar sitt að leigja einn slíkan. Hér eru þrjú atriði sem lækka leiguna umtalsvert.

vegur gr Aleksandr Kozlovskii

Tryggingar

Kaskótrygging er oftast innifalin í leigunni en sjálfsábyrgð á hefðbundnum bílaleigubíl er vanalega á bilinu 70 til 200 þúsund krónur. Upphæðin er mismunandi eftir leigum og bílategundum. Það er þó hægt að komast hjá sjálfsábyrgðinni með því að kaupa sérstaka tryggingu sem kallast oftast „Super Cover“. Ekki er hægt að bóka hana þegar gengið er frá leigunni á netinu heldur bjóða starfsmenn bílaleiganna trygginguna oftast þegar lyklarnir eru sóttir. Með því að kaupa þessa aukaþjónustu hefur reikningurinn hækkað ríflega því stóru bílaleigurnar rukka alla vega 3000 krónur á dag fyrir trygginguna. Það fæst þó oft smávægilegur afsláttur ef leigutíminn er meira en vika.
Þeir sem leigja bíla í gegnum bókunarsíður eins og Rentalcars geta hins vegar fengið niðurfellingu á sjálfsábyrgð ódýrari þar en hjá leigunum beint. Þannig kostar sú trygging, fyrir bíl af minnstu gerð, um 1800 krónur á dag fyrir leigu í skemmri tíma en um þúsund krónur fyrir lengri leigutímabil. Ókosturinn við að fara þessa leið er sú að ef þú lendir í tjóni þá þarftu að gera það upp við bílaleiguna og svo senda reikning fyrir tjóningu á bókunarfyrirtækið.
Og til að flækja málin þá eru bætur vegna tjóns á hjólabúnaði og rúðum eru ekki alltaf innifaldar í tryggingum bílaleiga og það borgar sig því alltaf að lesa smáa letrið og bera saman kostina sem í boði eru.

Bókunarsíður

Samkvæmt heimasíðum Hertz og Avis kostar ódýrasti bílaleigubíllinn við flugvöllinn í Alicante um páskana (29. mars til 2.apríl) nærri 30 þúsund krónur hjá því síðarnefna en ennþá meira hjá Hertz. Hins vegar finnur bókunarvél Rentalcars sambærilegan bíl á annarri leigu á tæpar 7 þúsund krónur. Það er því hægt að spara sér umtalsverða upphæð með því að nýta þennan millilið. En Túristi mælir með því að fólk skoði líka hversu góða umsögn bílaleigufyrirtækin hafa fengið hjá leigutökum en dómarnir birtast í leitarniðurstöðunum hjá Rentalcars. Og ef þú ætlar að leigja bíl á Spáni þá er víðast hvar ekki mælt með því að fólk taki því boði bílaleigunnar að skila bílnum með tómum tanki gegn ákveðinni þóknun, þ.e. „Full to empty“. Þóknunin er nefnilega nokkru dýrari en fullur tankur kostar.

Bílstólar

Þeir sem ferðast með börn leigja oft barnastóla í stað þess að taka með sína eigin. Bílaleigurnar rukka hins vegar um þúsund krónur á dag fyrir afnot að barnastól  en það getur verið einfalt að spara sér þennan kostnaðarlið. Sérstaklega fyrir þá sem keyra sjálfir út á Keflavíkurflugvöll og eru því hvort eð er með bílstólana í bílnum á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll. Börn eldri en 2 ára mega nefnilega oft innrita farangur og hjá sumum lággjaldaflugfélögum þarf ekki að rukka aukalega fyrir bílstóla. Það getur því verið umtalsverður sparnaður í því fólginn að ferðast með bílstólinn milli landa og kostur að nota stól sem barnið og foreldrarnir þekkja og kunna á.

Þú getur notað þessa leitarvél til að finna bílaleigubíla út um allan heim.

 

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …