Umsvifamestu flugfélögin í október

Flest þau erlendu flugfélög sem hingað fljúga hverfa á braut í byrjun september. Í síðasta mánuði voru það því aðeins átta félög sem buðu upp á áætlunarferðir til útlanda frá Keflavík.

Að jafnaði hófu farþegaþotur sig til flugs frá Keflavík um tuttugu og átta sinnum á dag í október. Þar af voru þrjár af hverjum fjórum á vegum Icelandair og ferðir Wow Air námu um fimmtán prósent af heildinni samkvæmt talningu Túrista.

Hin félögin sex skiptu á milli sín þremur ferðum á dag eða um tíundu hverri ferð. Easy Jet er þriðja umsvifamesta félagið eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Í vetur verður boðið upp á beint flug til 33 áfangastaða frá Keflavík.

Vægi umsvifamestu félaganna á Keflavíkurflugvelli í október, í brottförum talið:

  1. Icelandair: 74%
  2. Wow air: 14,9%
  3. Easy Jet: 4,1%
  4. SAS: 3%
  5. Norwegian:1,6%

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: 15% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGUBÍLL: Rentalcars lofar lægsta verðinu