Vinsælasti ferðamannastaðurinn klár eftir 13 ár

Byggingameistarar basílikunnar í Barcelona vonast til að ljúka verki sínu árið 2026. Þá verða 144 ár liðin frá fyrstu skóflustungu.

Einn þekktasti arkitekt sögunnar, Antonio Gaudi, er maðurinn að baki hinu sérstaka útliti La Sagrada Família kirkjunnar í Barcelona. Hann tók við hönnun kirkjunnar ári eftir að smíði hennar hófst og sinnti verkinu allt til dauðadags árið 1926. Síðan þá hafa framkvæmdir við smíði og hönnun kirkjunnar haldið áfram en Gaudi hafði ekki lagt lokahönd á verkið þegar hann lést.

Nú telja forsvarsmenn framkvæmdarinnar sig þó vera að nálgast síðasta stigið og hafa gefið út að þessi átján turna kirkja verði fullbúin eftir þrettán ár.

Þrátt fyrir að byggingin sé ókláruð er hún sá staður í Barcelona sem laðar til sín flesta ferðamenn og er á heimsminjalista Unesco.

Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hversu mikið verk er enn óunnið í Barcelona og hvernig guðshúsið mun þróast fram til ársins 2026.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir sumarfríið

Mynd: La Sagrada Família