1.100 ferðatöskur á klukkutíma

Farþegum á Keflavíkurflugvelli hefur fjölgað hratt síðustu ár og töskunum sömuleiðis. Í vor verður tekið í notkun endurbætt farangursflokkunarkerfi í flugstöðinni.

Á annasömum degi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru afgreiddar um sex þúsund töskur og þegar mest lætur þá fara um 1.100 töskur í gegnuð farangurskerfið á einum klukkutíma.

Í ár hefur farþegum á vellinum fjölgað um 15 prósent og er útlit fyrir að heildarfarþegafjöldinn verði nærri 2,8 milljónir. Það er um einni milljón meira en árið 2009.

Núverandi farangurskerfi flugstöðvarinnar hefur verið keyrt með hámarksafköstum síðustu tvö ár en í vor verður nýtt kerfi tekið í notkun. Þar með munu afköstin tvöfaldast samkvæmt tilkynningu frá Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar og hægt verður að afgreiða allt að 86 töskur á mínútu eða rúmlega fimm þúsund töskur á klukkutíma.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Árna Þórarinssonar

TILBOÐ: Afsláttur af veitingum ef bókuð er gisting