Samfélagsmiðlar

Auknar álögur á ferðamenn

Á þeim slóðum sem íslenskir túristar venja komur sínar er algengt að innheimtur sé sérstakur skattur af hótelgestum.

Það borgar sig að vera með reiðufé í vasanum þegar dvölin á ítölsku hóteli er gerð upp. Því gistináttaskatturinn sem standa þarf skil á við brottför er ekki innifalinn í hótelverðinu. Hann þarf að staðgreiða. Skatturinn er lagður á hvern gest og nemur á bilinu einni til þremur evrum (160 til 480 krónur) á hverja nótt. Fjögurra manna fjölskylda sem gistir í viku í Róm getur því þurft að borga nærri fjórtán þúsund krónur í lok dvalar.

Í Austurríki, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi og Sviss eru þess háttar skattar líka útbreiddir og oftast er þeim bætt við hótelreikninginn. Sumstaðar þarf þó að borga gjaldið sérstaklega líkt og á Ítalíu. Til dæmis í Barcelona þar sem gestirnar greiða skattinn við innritun.

Óvinsæl aðgerð

Í París hefur þessi gjaldheimta tíðkast í nærri 20 ár og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ferðamálaráðs borgarinnar þá er hótelstjórum það í sjálfsvald sett að bæta gjaldinu við reikninginn eða rukka það eitt og sér.

Fyrr á þessu ári hófst innheimta á nýjum hótelskatti í Berlín og var sú leið valin að bæta fimm prósentum ofan á reikninginn í stað þess að rukka fasta upphæð. Vonast borgaryfirvöld til að tekjurnar af gjaldheimtunni muni skila um fjórum milljörðum króna í kassann og lofa að helmingur upphæðarinnar verði settur í uppbyggingu ferðaþjónustu Berlínar. Þessari breytingu var þó mótmælt harðlega af hótelstjórum höfuðborgarinnar og kollegar þeirra í Hamborg létu líka í sér heyra þegar tillögur að þessari nýju skattheimtu voru kynntar þar. Samkomulag náðist hins vegar eftir að borgaryfirvöld í Hamborg lofuðu að láta allt skattféið renna til ferðamála. Samkvæmt frétt Reuters reyndist það þýsku ferðaþjónustunni erfitt að sýna fram á ókosti gjaldsins eftir að í ljós kom að gistinóttum í Köln fjölgaði um 17 prósent árið eftir að gistináttagjald var sett á í borginni.

Hugmyndir um ferðamannaskatt verið viðraðar í Bretlandi, þar á meðal í Edinborg. Átti meðal annars að nýta fjármagnið til að standa undir kostnaði fyrir festivöl borgarinnar en eftir kröftug mótmæli frá ferðaþjónustunni var tillagan sett á ís.

Ferðamenn greiða fyrir markaðssetningu

Það tíðkast einnig í nokkrum borgum vestanhafs að bæta meiru en söluskatti við hótelverðið. Í New York er til að mynda fastri upphæð og tæplega sex prósenta álagi bætt ofan á skattinn sem er eyrnamerktur borgaryfirvöldum. Í kanadísku borginni Vancouver er einnig bætt við sérstöku markaðsgjaldi upp á 1,3 prósent við alla hótelreikninga.

Það finnast því margskonar útfærslur á gistináttaskattinum og hann virðist vera að ná töluverðri útbreiðslu í löndunum í kringum okkur. Hótelgestir sjá því fram á hærri reikninga í framtiðinni.

NÝJAR GREINAR: Ódýrari hótel með símapöntun á síðustu stundu
FERÐAMINNINGAR: Árni ÞórarinssonJónína Leósdóttir

Mynd:Visit Berlin

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …