Bláa lónið á topplista Facebook

Notendur Facebook geta látið vina sína vita hvar þeir eru staddir með því að stimpla sig inn á hinum ýmsu stöðum með síma appi. Bláa lónið er einn allra vinsælasti staðurinn fyrir þess háttar upplýsingagjöf.

Það eru margir nota Facebook til að deila utanlandsferðinni með fólkinu sínu heima. Ein leið til þess er að stimpla sig inn á hina og þessa staði með snjallsímaforriti Facebook og þá sjá vinir viðkomandi hvar hann er þá stundina. Tölfræðingar Facebook hafa tekið saman hvaða 25 staðir í heiminum það eru sem flestir stimpla sig inn á og einn þeirra er Bláa lónið. Á listanum eru íþróttaleikvangar og skemmtigarðar áberandi eins og sjá má hér fyrir neðan.

Argentína: Puerto Madero, Buenos Aires
Ástralía: Melbourne Cricket Ground, East Melbourne
Bandaríkin: Disneyland, Anaheim, Kalifornía
Brasilía: Parque Ibirapuera, Sao Paulo
Bretland: The 02, London
Egyptaland: Sharm el-Sheikh, South Sinai Governorate
Frakkland: Disneyland Paris
Hong Kong: Hong Kong Disneyland
Ísland: Bláa lónið

Indland: Harmandir Sahib (Gullna hofið)
Ítalía: San Marco torg, Feneyjum
Japan: Disneyland Tókýó
Kanada: Rogers Arena, Vancouver, British Columbia
Mexíkó: Auditorio Nacional, Mexíkó borg
Nígería: Ikeja City Mall, Ikeja, Lagos, Nigeria
Pólland: Temat Rzeka, Varsjá
Rússland: Gorky Park of Culture and Leisure
Singapúr: Marina Bay Sands
Suður Afríka: Victoria & Alfred Waterfront
Suður Kórea: Myungdong Street, Seoul
Spánn: Las Ramblas, Barcelona
Svíþjóð: Friends Arena, Solna, Stokkhólmur
Taívan: Tainan Flower Night Market, Tainan City
Tyrkland: Taksim Square, Istanbúl
Þýskaland: Reeperbahn, Hamburg

HÓTEL: Ódýr hótel út um allan heim

Mynd og heimild: Facebook