Bláa lónið er líka með því vinsælasta hjá Pinterest

Það eru ekki aðeins notendur Facebook sem eru ánægðir með Bláa lónið.

Heimsókn í Bláa lónið er greinilega á dagskrá hjá mörgum útlendingum. Alla vega er lónið einn þeirra tuttugu ferðamannastaða sem notendur Pinterest merkja oftast við og geyma upplýsingar um á töflunni sinni á vefsíðunni til betri tíma.

Pinterest er einn vinsælasti samfélagsmiðill í heimi og notendur síðunnar eru um 70 milljónir talsins.

Eins og Túristi sagði frá nýverið þá komst Bláa lónið líka á topplista hjá notendum Facebook í ár.

20 vinælustu ferðamannastaðirnir hjá Pinterest (í handahófskenndri röð):

  1. Portknockie, Skotlandi
  2. Bláa lónið, Íslandi
  3. Ennis Bluebonnet, Bandaríkjunum
  4. The Caves Resort, Jamaica
  5. Abraham vatn, Kanada
  6. Boulders strönd, S-Afríku
  7. The Crags, Ástralíu
  8. Grand Hotel Excelsior, Ítalíu
  9. Eiffelturninn, Frakklandi
  10. Canal de la Garonne, Frakklandi
  11. Masjid Putra, Malasíu
  12. Santa Maria dómkirkjan, Flórens, Ítalíu
  13. Viewpoint Ingang Jachthaven Reitdiep, Groningen, Hollandi
  14. Salar de Uyuni, Bólivíu
  15. Café Saint Regis, París
  16. Sæviþakin Tókíó borg, Japan
  17. Baga, Búrma
  18. New Amsterdam markaðurinn í New York, Bandaríkjunum
  19. Nossa Senhora de Lourdes, Canela, Brasilíu
  20. Taormina, Sikiley

NÝJAR GREINAR: Ódýrari hótel með símapöntun á síðustu stundu

Mynd: Bláa lónið