Borgirnar sem koma oftast fyrir á Instagram

Hér eru þær tíu borgir sem heimamönnum og aðkomufólki þykja myndrænastar.

Desember er mánuður uppgjöra og því birtast nú alls konar vinsældalistar. Aðstandendur myndaforritsins Instagram taka þátt í þessum leik og hafa þeir tekið saman lista yfir þær tíu borgir sem koma oftast fyrir í myndum notenda forritsins vinsæla.

Eins og sjá má eru bandarískar borgir áberandi á listanum og London og Moskva eru einu fulltrúar Evrópu.

Borgirnar sem eru oftast myndaðar með Instagram:

1. New York, Bandaríkjunum

2. Bangkok, Taílandi

3. Los Angeles, Bandaríkjunum

4. London, Bretlandi

5. Sao Paulo. Brasilíu

6. Moskva, Rússlandi

7. Rio de Janeiro, Brasilíu

8. San Diego, Bandaríkjunum

9. Las Vegas, Bandaríkjunum

10. San Francisco, Bandaríkjunum

TENGDAR GREINAR: Bláa lónið á topplista hjá Facebook

Mynd: Joe Buglewicz © NYC & Company