Delta flýgur hingað daglega í sumar

Forsvarsmenn bandaríska flugfélagsins Delta ætla að fjölga hingað frá New York næsta sumar. Ekki er vitað hvort Wow Air blandar sér í baráttuna um farþega á þessari flugleið.

Fjórða sumarið í röð er Ísland hluti að leiðakerfi Delta Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi. Félagið hefur fjölgað ferðum sínum hingað síðustu ár og í sumar verður boðið upp á dagleg flug héðan til JFK flugvallar í nágrenni við New York.

Delta tók nýlega í notkun nýja flugstöð á JFK flugvelli sem er jafnframt ein sú stærsta í Bandaríkjunum og miðpunktur alþjóðlegrar flugþjónustu félagsins að því segir í tilkynningu.

25 ferðir í viku til New York

Icelandair flýgur til tveggja flugvalla í nágrenni við Manhattan allt árið um kring. Næsta sumar býður félagið upp á tvær ferðir á dag til JFK flugvallar og fjórar í viku til Newark. Þar með verða farnar 25 ferðir í viku frá Keflavík áleiðis til New York borgar yfir aðalferðamannatímann á næsta ári.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur það ekki fengist staðfest hjá Wow Air hvort eitthvað verði úr áformum félagins að fljúga til New York. En haft var eftir Skúla Mogensen, forstjóra félagsins, í danska viðskiptablaðinu Børsen í sumar að félagið hyggðist fljúga til borgarinnar á næsta ári.

NÝJAR GREINAR: Verðsveiflur á bílaleigum
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu út um allan heim

 

Mynd: Delta Airlines