Engin samkeppni á flestum flugleiðum vestanhafs

Það er víða boðið upp á áætlunarflug í Bandaríkjunum en oftast sér aðeins eitt flugfélag um ferðirnar.

Atlanta flugvöllur er sá stærsti í Bandaríkjunum og þaðan er mesta samkeppnin um farþega á leið til Denver.
Innanlandsflug í Bandaríkjunum samanstendur af um það bil 2780 flugleiðum. Á aðeins 642 þeirra bjóða tvö eða fleiri flugfélög upp á reglulegar áætlunarferðir og á 33 leiðum fljúga fjögur eða fleiri félög samkvæmt athugun vefsíðunnar Anna.aero. Það ríkir því engin samkeppni á 77 prósent flugleiða í innanlandsfluginu vestanhafs.

Mest er samkeppnin um farþega á leið milli Los Angeles og Las Vegas og hins vegar milli Los Angeles og San Jose. Á báðum þessum leiðum fljúga sex flugfélög.

Flestar eru ferðirnar milli Los Angeles og San Francisco því í október var flogið milli þessara tveggja borga í Kaliforníu meira en fimmtíu sinnum á dag. Til samanburðar voru farnar að jafnaði um fimm ferðir á dag frá Keflavík til London í nóvember samkvæmt talningu Túrista. Sú flugleið er sú fjölfarnasta frá Keflavík.

NÝJAR GREINAR: 10 bestu ferðamannaborgirnar vestanhafs að vetri til
TENGDAR GREINAR: Stærstu flugvellir BandaríkjannaDelta flýgur hingað daglega í sumar

Mynd: Hartsfield-Jackson Atlanta International