Samfélagsmiðlar

Fébætur ef flugi seinkar um þrjá tíma

Þú átt rétt á skaðabótum ef þú kemur alltof seint á leiðarenda eða ef fluginu þínu er aflýst samkvæmt reglum Evrópussambandsins sem gilda einnig hér á landi.

Það kemur regulega fyrir að ferðum frá Keflavík seinki um nokkra klukkutíma. Þeir farþegar sem eiga pantað tengiflug út í heimi eiga þá í hættu að missa af næstu vél og þurfa að kaupa sér nýjan miða á eigin reikning nema flugin séu bæði á einum farseðli. Það getur því verið dýrt að lenda í þessari stöðu.

Allt að 98 þúsund á hvern farþega

Flugfarþegar njóta þó vissrar verndar því reglur Evrópusambandsins kveða á um að ef farþegi kemst ekki á áfangastað fyrr en þremur tímum eftir áætlaða komu þá á hann rétt á bótum. Upphæðin ræðst af lengd flugferðarinnar. Sá sem ætlar að fljúga innanlands eða til Grænlands, Færeyja eða Skotlands frá Íslandi á rétt á um 41.000 krónum (250 evrur) ef ferðinni seinkar svo mikið. Rúmlega þriggja tíma töf á flugi yfir á meginland Evrópu gefur rétt á bótum upp á 65.500 krónur (400 evrur)

Þegar ferðinni er heitið vestur um haf og seinkar þetta mikið þá eru bæturnar 98.000 krónur (600 evrur). Flugfélag gæti því þurft að greiða hátt í tuttugu milljónir króna í skaðabætur ef fullskipuð farþegaþota tefst svo lengi eða ef för hennar er aflýst. Flugfélög geta lækkað bæturnar um helming með því að bjóða farþegunum upp á annað samskonar flug.

Þessar reglur eiga við um flugferðir sem hefjast innan Evrópska efnahagssvæðisins eða eru á vegum flugfélaga með heimahöfn á svæðinu samkvæmt upplýsingum á vef ESB.

Veitingar og gisting

Þegar brottför tefst um meira en tvo til þrjá tíma eiga starfsmenn flugfélaganna að bjóða farþegum máltíðir og hressingu, hótelgistingu þegar þarf, flutning milli flugvallar og hótels og samskiptaaðstöðu samkvæmt því sem segir á vef Samgöngustofu. Lengd tafar og flugferðar ræður þó hvað af þessu er í boði.

Fimm tímar jafngilda niðurfellingu

Sem betur fer kemur það sjaldan fyrir að flugi seinki um meira en fimm tíma. En þegar það gerist eiga farþegar rétt á að fá miðann sinn endurgreiddann. vegar á geta farþegar farið fram á að fá miðann endurgreiddan. Um leið og það gerist þá ber flugfélagið ekki lengur ábyrgð á farþeganum.

Farþegareglur ESB eiga ekki við þegar aðstæður eru metnar óviðráðanlegar. Dæmi um þess háttar stöðu er slæmt veður, verkfall, stríðsátök eða þegar ákvarðanir flugumferðastjórna hafa áhrif á ferðaáætlunina. Á vef Samgöngustofu segir að Evrópudómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að telja það óviðráðanlegar aðstæður ef vél tefst vegna bilana sem þekktar voru fyrirfram og eða koma upp við daglegan rekstur flugrekandans.

Þeir farþegar sem telja sig eiga rétt á bótum eiga að fylla út eyðublað sem finna má á vef ESB og senda það til viðkomandi flugfélags.

NÝJAR GREINAR: Ódýrari hótel með símapöntun á síðustu stundu
FERÐAMINNINGAR: Árni ÞórarinssonJónína Leósdóttir

Mynd:Túristi

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …