Ferðaljósmyndir ársins – vinningshafar

Hér eru nokkrar af þeim myndum sem þóttu bera af í keppninni um ferðaljósmyndir ársins og þar af eru tvær frá Íslandi.

Það bárust nokkur þúsund myndir frá ljósmyndurum út um allan heim í samkeppnina um ferðaljósmyndir ársins, Travel Photograper of the Year. Ein þeirra sem fékk sérstakt lof dómnefndar er mynd af Skógafossi. Sú var hluti af Íslandsseríu franska ljósmyndarans Emmanuel Coupe. Mynd af Gullfossi er að finna á síðu 4.

Þann 11. júlí opnar sýning á verðlaunamyndunum í Royal Geographical Society í London.

Á næstu fjórum síðum er úrval af þeim myndum sem þóttu skara fram úr á síðasta ári á Travel Photographer of the Year: