Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Árna Þórarinssonar

Hann þræðir jafnan tónleikastaði í útlöndum og tekur útvarp með sér í fríið til að geta hlustað á útvarpsstöðvar heimamanna. Glæpurinn-Ástarsaga, nýjasta bók Árna Þórarinssonar, kom út fyrir skömmu og er á lista yfir mest seldu skáldverkin um þessar mundir. Hann segir hér frá ferðalögum sínum út fyrir landsteinana.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Þá var ég líklega 12 eða 13 ára, snemma á 6. áratug síðustu aldar. Þetta var fjölskylduferð, pabbi, mamma, litla systir, amma og móðurbróðir. Ferðin var rækilega dókumenteruð í kvikmyndinni „Fjölskylda á ferðalagi“, sem ég tók á nýja 8 mm vél og var framleidd af fyrirtæki mínu Vogafilm. Við fórum til Kaupmannahafnar með millilendingu í Glasgow og síðan stuttlega til Málmeyjar og Osló. Eins og gefur að skilja var ferðin mikil upplifun en ef marka má heimildamyndina þótti mér einna merkilegast þegar pabbi hitti gamlan skólabróður sinn í Tívolí, Bessa Bjarnason leikara sem ég hélt mikið upp á, þegar ég sá í fyrsta skipti síðhærðan hippa í Málmey, og svo Vigelandgarðurinn í Osló.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Þessi er erfið en ætli ég verði ekki að nefna ferð með bandarískum vini mínum til New Orleans árið 1997. Ég hef óskaplega gaman af lifandi blús- og rokktónlist og komst þarna í feitan bita, var flesta daga, kvöld og nætur í gamla „franska hverfinu“ og rölti á milli búlla og tónleikastaða undir leiðsögn heimakonu sem þekkti alla króka og kima músíklífsins í New Orleans. Meðal þeirra sem ég sá voru lifandi goðsagnir á borð við Motowndrottningarnar Martha and the Vandellas um borð í fljótabát og tónleikar með The Isley Brothers, en ekki eru síður eftirminnileg gigg með lókalliði sem ég hafði aldrei áður heyrt af. Ekki veit ég hvernig stemmningin er núna í New Orleans en á þessum tíma var hún unaðsleg. Ég er nýkominn úr samskonar músíkpílagrímsferð til San Fransisco sem hefur lengi verið á dagskrá. Sú borg klikkaði ekki heldur.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Rúm vika í Napólí fyrir nokkrum árum. Ýmsar fallegar byggingar en subbuskapurinn, eymdin og áreitið voru yfirgengileg. Þegar við fórum leið okkur eins og við værum að sleppa úr fangelsi. Af samtölum við nokkra heimamenn mátti ráða að þeim leið einmitt eins og þeir væru fangar, ekki síst mafíunnar.

Besta máltíðin í útlöndum:

Get ekki neglt hana niður, enda ekki mikill matarspekúlant. Hún hlýtur þó að hafa verið í Frakklandi, kannski í Arles.

Tek alltaf með mér í ferðalagið:

Eitthvað gott að lesa og svo litla ferðaútvarpið mitt. Hef voða gaman af að skanna hvað er í útvarpinu á hverjum stað.

Draumafríið:

Á ekki marga drauma eftir í þeim efnum. Mér finnst best að vera í Berlín núorðið. En mig langar þó í músíkpílagrímsferð til Chicago áður en yfir lýkur.

Myndir: Forlagið

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …