Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Jónínu Leósdóttur

Þykk súpa í Skotlandi og frekur íkorni í Cambridge er meðal þess sem Jónína Leósdóttir rithöfundur minnist úr ferðalögum sínum til útlanda. Bók Jónínu, Við Jóhanna, kom út í haust og hefur hún vakið mikla athygli.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ég steig í fyrsta sinn fæti á erlenda grund þegar ég var ellefu ára. Þetta var árið 1965 og þá var afar sjaldgæft að íslenskir krakkar færu til útlanda. En ég var óttalegur Lasarus svo einhleypar og barnlausar föðursystur mínar, buðu mér í heilsubótarferð á sólarströnd. Við millilentum í Prestwick í Skotlandi þar sem fríhafnarverslunin var lítið skatthol með hengilás. Síðan var flogið áfram til Kaupmannahafnar og þaðan til Spánar eftir að ég hafði fengið að heimsækja Tívolí og verið dressuð upp í Magasin. Á ströndinni var ég svo steikt hressilega í þrjár vikur, það átti að styrkja ónæmiskerfið.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Ein utanlandsferð stendur upp úr. Það var þegar við Jóhanna, konan mín, dvöldum í Cambridge í heilan mánuð árið 2002. Við bjuggum í lítilli íbúð og deildum garði með frekum íkorna sem krafsaði í húsið og tætti í sig sólhúsgögn og þvottasnúrur ef honum fannst við of seinar með daglega hnetuskammtinn. Ég notaði morgnana til að skrifa og svo fórum við í langa göngutúra síðdegis en hvíldum okkur af og til á kaffihúsum og í bókabúðum. Himnaríki …

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Eitt sinn vörðum við Jóhanna tveimur vikum í Vatnahéraðinu, The Lake District, norðarlega í Bretlandi en ég lá með flensu og bullandi hita í tíu daga og sá því lítið af náttúrufegurðinni þarna. Við gistum í Glasgow á heimleiðinni og þar á hótelinu fékk ég versta mígrenikast ævi minnar. Ömurlegt frí.

Besta máltíðin í útlöndum:

Ég er dálítið skrýtin í matarmálum, grænmetisæta með fæðuóþol. Bestu máltíðina í útlöndum fékk ég í Skotlandi og hún samanstóð af þykkri súpu úr grænum baunum og myntu, ásamt grófu brauði með osti úr ógerilsneyddri mjólk.

Tek alltaf með mér í ferðalagið:

Ég fer ekki út fyrir Elliðaár, hvað þá lengra, án lyfjanna minna (við ofnæmi, mígreni ofl.) og stækkunarspegils.

Draumafríið:

Mig dreymir um að komast í frí til útlanda án þess að þurfa að fljúga eða sigla.

TILBOÐ: 15% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGUBÍLL: Rentalcars lofar lægsta verðinu

Myndir: Forlagið

 

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …