Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Jónínu Leósdóttur

Þykk súpa í Skotlandi og frekur íkorni í Cambridge er meðal þess sem Jónína Leósdóttir rithöfundur minnist úr ferðalögum sínum til útlanda. Bók Jónínu, Við Jóhanna, kom út í haust og hefur hún vakið mikla athygli.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ég steig í fyrsta sinn fæti á erlenda grund þegar ég var ellefu ára. Þetta var árið 1965 og þá var afar sjaldgæft að íslenskir krakkar færu til útlanda. En ég var óttalegur Lasarus svo einhleypar og barnlausar föðursystur mínar, buðu mér í heilsubótarferð á sólarströnd. Við millilentum í Prestwick í Skotlandi þar sem fríhafnarverslunin var lítið skatthol með hengilás. Síðan var flogið áfram til Kaupmannahafnar og þaðan til Spánar eftir að ég hafði fengið að heimsækja Tívolí og verið dressuð upp í Magasin. Á ströndinni var ég svo steikt hressilega í þrjár vikur, það átti að styrkja ónæmiskerfið.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Ein utanlandsferð stendur upp úr. Það var þegar við Jóhanna, konan mín, dvöldum í Cambridge í heilan mánuð árið 2002. Við bjuggum í lítilli íbúð og deildum garði með frekum íkorna sem krafsaði í húsið og tætti í sig sólhúsgögn og þvottasnúrur ef honum fannst við of seinar með daglega hnetuskammtinn. Ég notaði morgnana til að skrifa og svo fórum við í langa göngutúra síðdegis en hvíldum okkur af og til á kaffihúsum og í bókabúðum. Himnaríki …

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Eitt sinn vörðum við Jóhanna tveimur vikum í Vatnahéraðinu, The Lake District, norðarlega í Bretlandi en ég lá með flensu og bullandi hita í tíu daga og sá því lítið af náttúrufegurðinni þarna. Við gistum í Glasgow á heimleiðinni og þar á hótelinu fékk ég versta mígrenikast ævi minnar. Ömurlegt frí.

Besta máltíðin í útlöndum:

Ég er dálítið skrýtin í matarmálum, grænmetisæta með fæðuóþol. Bestu máltíðina í útlöndum fékk ég í Skotlandi og hún samanstóð af þykkri súpu úr grænum baunum og myntu, ásamt grófu brauði með osti úr ógerilsneyddri mjólk.

Tek alltaf með mér í ferðalagið:

Ég fer ekki út fyrir Elliðaár, hvað þá lengra, án lyfjanna minna (við ofnæmi, mígreni ofl.) og stækkunarspegils.

Draumafríið:

Mig dreymir um að komast í frí til útlanda án þess að þurfa að fljúga eða sigla.

TILBOÐ: 15% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGUBÍLL: Rentalcars lofar lægsta verðinu

Myndir: Forlagið

 

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …