Flugferðum út fækkaði um fimmtung

Að jafnaði voru farnar 23 áætlunarferðir á dag frá Keflavík í nóvember og þar af voru þrjár af hverjum fjórum á vegum Icelandair.

Það voru farnar tæplega sjö hundruð ferðir til útlanda frá Keflavíkurflugvelli í nóvember. Þetta er um fimmtungi minni umferð en var um völlinn í október samkvæmt talningu Túrista. Er þá aðeins litið til áætlunarferða en leigu- og fraktflug er ekki tekið með í reikninginn.

Á sumrin stendur Icelandair fyrir um tveimur af hverjum þremur ferðum en í nóvember voru 76,3 prósent brottfaranna á vegum félagsins. Wow Air er næststærsta félagið með 14,3 prósent hlutdeild.

Þrjú erlend flugfélög flúga hingað allt árið um kring og er Easy Jet þeirra umsvifamest eins og sjá má á töflunni hér fyirr neðan. Félagið flýgur til þriggja breskra borga og bætir þeirri fjórðu við síðar í þessum mánuði þegar flug hefst til Bristol. SAS og Norwegian fljúga hingað frá Osló.

Í vetur verður boðið upp á beint flug til 33 áfangastaða frá Keflavík.

Vægi flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í nóvember, í brottförum talið:

  1. Icelandair: 76,3%
  2. Wow air: 14,3%
  3. Easy Jet: 4,6%
  4. SAS: 3,1%
  5. Norwegian: 1,7%

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Jónínu Leósdóttur
BÍLALEIGUBÍLL: Gerðu verðsamanburð á bílaleigum út um allan heim