Kanna kosti og galla innanlandsflugs frá Keflavík

Forsvarsmenn sveitarfélaganna á Suðurnesjum skoða hvort hægt sé að auka innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli.

Starfsmenn Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, eru kanna hagkvæmni þess að bjóða upp á innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) þá á að athuga möguleikan og hagkvæmni þess „að flogið verði innanlands með ferðahópa beint frá Keflavíkurflugvelli, óháð því hvort innanlandsflug verði áfram stundað í Vatnsmýrinni í Reykjavík eða ekki.“ Einnig er Heklunni ætlað að meta afleiðingar þess fyrir Keflavíkurflugvöll ef innanlandsflug myndi leggjast niður í Reykjavík.

Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS og Heklunnar, segir í svari til Túrista að ekki liggi fyrir hversu margir farþegar gætu nýtt sér þennan möguleika. Hún segir upplýsingaöflun standa yfir en vinnunni á að ljúka fyrsta febrúar.

Undanfarin sumur hefur Icelandair boðið upp á beint flug milli Keflavíkur og Akureyrar og verður því áframhaldið á næsta ári. Flogið verður á fimmtudögum og sunnudögum frá miðjum júní og fram til loka ágústmánaðar. Ekki stendur til að bæta við ferðum til Egilsstaðar samkvæmt Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Banna ríkisstyrki til flugvalla

Eins og Túristi greindi frá í haust þá hyggst framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggja fram frumvarp þess efnis að rekstur flugvalla verði að standa undir sér. Notendagjöld Reykjavíkurflugvallar dekka aðeins 58 prósent af rekstrarkostnaði vallarins samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Íslenska ríkinu yrði því væntanlega bannað að veita styrkjum til þessara tveggja flugvalla ef reglurnar verða samþykktar innan ESB.

TENGDAR GREINAR: Banna ríkisstyrki til flugvalla

Mynd: Isavia