Mest lesnu Túristagreinar ársins

Það eru hátt í fimmtán hundruð ferðagreinar á vef Túrista og í ár voru þessar mest lesnar.

Lesendur Túrista hafa aldrei verið jafn margir og þeir voru í ár. Vel á annan tug þúsunda heimsóttu síðuna í hverjum mánuði. Margir þeirra kynna sér lesendatilboðin eða gera verðsamanburð á hótelum og bílaleigubílum í útlöndum.

Líkt og áður eru vegvísarnir með vinsælasta efni síðunnar og ætlum við að fjölga þeim næstu mánuði.

Af ferðagreinum ársins þá voru flestir sem smelltu á þessar:

Hingað er flogið beint í vetur – Það er boðið upp á áætlunarflug til 36 borga frá Keflavík í vetur.

Kostnaðurinn í Keflavík stendur í Ryanair – Forsvarsmenn stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu hafa skoðað flug til Keflavíkur og Akureyrar.

Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl – Það er hægt að spara stórar fjárhæðir án þess þó að taka áhættuna á hundruð þúsund króna sjálfsábyrgð.

Sumarflugið 2013 – Túristi kortlagði áætlunarflugið frá Keflavík en úrvalið var betra en nokkru sinni áður.

Easy Jet leggur niður innritunarborðin – Það er ekki lengur hægt að innrita sig með gamla laginu hjá Easy Jet í Keflavík

Vetrarflug til Íslands kemur ekki til greina – Stærstu flugfélög Þjóðverja fljúga hingað á sumrin en hafa lítinn áhuga á að lengja tímabilið.

Vilja setja fulla sólarlandagesti á svartan lista – Þeir Norðmenn sem eru með dólgslæti í sólarlandaferðum gætu átt það á hættu að fá ekki far heim.

Minni vélar hentugri fyrir Íslandsflug – Vöxtur Norwegian hefur verið mjög hraður. Forstjórinn veitti Túrista viðtal og tjáði sig meðal annars um Icelandair og Wow Air

Icelandair eitt af best reknu flugfélögunum – 5 af tíu best reknu flugfélögum Evrópu fljúga reglulega til og frá Íslandi

Mínúta á Facebook kostar nærri þúsund krónur – Samantekt á hvað það kostar að nýta snjallsímann á ferðalagi í Bandaríkjunum

NÝJAR GREINAR: Vegabréf hækka um fjórðungAuknar álögur á ferðamenn

Mynd: Wonderful Copenhagen / Christian Alsing