Norwegian bætir við áfangastöðum frá Íslandi

Eitt stærsta lággjaldaflug Evrópu bætir í Íslandsflugið í vor. Forstjóri félagsins hefur áður sagt að hann geti hugsað sér að fjölga áfangastöðunum frá Íslandi.

Norska flugfélagið Norwegian hefur boðið upp á áætlunarferðir hingað frá Osló síðan sumarið 2012 og í mars bætast við tvær ferðir í viku á milli Bergen til Keflavíkur. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Þar með verða það Icelandair og Norwegian sem fljúga héðan til Vestur-Noregs en samkvæmt heimasíðu norska félagsins verður flogið þaðan til Íslands fram til loka október.

Í haust sagði forstjóri Norwegian í viðtali við Túrista að honum þætti Ísland spennandi áfangastaður og hann gæti hugsað sér að fljúga hingað frá fleiri áfangastöðum. Nú hefur Bergen bæst við en Norwegian er mjög umsvifamikið í heimalandinu sem og í Svíþjóð og Danmörku.

Gerðu verðsamanburð á hótelum út um allan heim

NÝJAR GREINAR: Verða fljótlega að staðfesta flug vestur um haf
FRÍVERSLUN: Pakkaferðir hingað og þangað

Mynd: Norwegian