Áætlun flugfélaganna riðlaðist oft í síðasta mánuði og meðaltöfin var mun hærri en vanalega.
Um þrjár af hverjum tíu ferðum Icelandair, til og frá Keflavík, í nóvember héldu ekki áætlun. Hjá Wow Air var hlutfallið aðeins betra. Að jafnaði voru tafirnar langar og seinkaði vélum Wow Air um níu og hálfa mínútu að meðaltali. Í síðasta mánuði var meðalseinkunin hjá félaginu ein og hálf mínúta og tvær mínútur hjá Icelandair.
Slæmt veður þann 10. nóvember setti strik í reikninginn en þá fóru flestar vélar um tveimur tímum of seint í loftið. Ekki er tekið tillit til þess í útreikningum Túrista hér að neðan.
Stundvísitölur Túrista – nóvember 2013
1.-30.nóvember. | Hlutfall brottfara á tíma | Meðalseinkun brottfara | Hlutfall koma á tíma | Meðalseinkun koma | Hlutfall ferða á tíma | Meðalseinkun alls | Fjöldi ferða |
Icelandair |
77% |
9 mín | 67% | 6,5 mín | 72% | 7,5 mín | 1054 |
WOW air | 86% | 8,5 mín | 71% | 10,5 mín | 78% | 10 mín | 198 |
Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um minna en korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru 14 mínútur dregnar frá öllum seinkunum sem eru lengri en 15 mínútur. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.
Fylgstu með Túrista á Facebook
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 15% afsláttur af gistingu á góðu hóteli í Köben
Mynd: Gilderic/Creative Commons