Það borgar sig ekki að bíða með skráningu í New York hlaupið

Það eru fjórtán vikur í hálfmaraþonið í New York og þeir sem ætla hlaupa ættu að setja upp æfingaplan og ganga frá skráningu. Þátttökugjaldið hækkar um 100 dollara eftir helgi.

Þann 16. mars verða tíu þúsund hlauparar ræstir út í Central Park á Manhattan og munu þeir hlaupa rúman 21 kílómetra eftir götum stórborgarinnar. Rásnúmer í þetta vinsæla hlaup kosta um 15 þúsund krónur en þann 9. desember hækkar verðið um 100 dollara (um 12 þúsund krónur). Það borgar sig því að ganga frá kaupunum sem allra fyrst.

Bændaferðir efna til hópferðar til New York dagana í kringum hlaupið og fararstjóri verður Elísabet Margeirsdóttir sem skrifaði bókina Út að hlaupa.

NÝJAR GREINAR: Verðsveiflur á bílaleigum
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu út um allan heim

 

Mynd: Bændaferðir