Vegabréf hækka um fjórðung

Eftir áramót kostar 2050 krónum meira að fá nýjan passa. Utanríkisráðuneytið mælist til að íslenskir ferðamenn hafi ávallt vegabréf meðferðis, jafnvel þó ferðinni sé ekki heitið út fyrir Schengen svæðið.

Í ár var gildistími íslenskra vegabréf lengdur úr fimm árum í tíu. Þar með komast íslenskir túristar hjá því að endurnýja passann eins oft og áður. Börn yngri en 18 ára þurfa þó að fá nýtt vegabréf á fimm ára fresti.

Það kostar 8.200 krónur að fá nýtt vegabréf fyrir fullorðinn einstakling en samkvæmt frétt Vísis þá hækkar gjaldið upp í 10.250 krónur nú eftir áramót.

Vegabréf er þarfaþing

Það er hægt að komast úr landi passalaus ef ferðinni er heitið til Norðurlandanna eða landa innan Schengen svæðisins. Það er þó alls ekki víst að fólk komist langt án passans því flugfélög geta krafist þess að farþegarnir framvísi vegabréfi sem skilríkjum.

Þegar kormið er á áfangastað getur fólk lent í vanda án passans því þess er krafist að þeir sem ferðast á Schengen svæðinu hafi gild persónuskilríki meðferðis. Samkvæmt vef utanríkisráðuneytisins eru engin önnur raunveruleg persónuskilríki gefin út hér á landi og ráðuneytið segir því mikilvægt að íslenskir ferðamenn hafi ávallt vegabréf sitt meðferðis.

TENGDAR GREINAR: Þessu gleyma ferðalangar oftast heima
BÍLALEIGA: Auðvelt að finna ódýrari bílaleigubíl í Orlando

Mynd: Þjóðskrá