Verðsveiflur hjá bílaleigum í Orlando

Það er ekki algilt að leiga á bíl á Flórída kosti meira þegar nær líður ferðalaginu.

Þú getur sparað þér umtalsverðar upphæðir með því að gera verðsamanburð á bílaleigum áður en gengið er frá pöntun á bíl á Flórída. Þetta sýndu niðurstöður verðkönnunar Túrista á bílaleigum Sanford flugvallar í október. En völlurinn er heimahöfn Icelandair í Orlando.

Núna höfum við athugað hvort leiga á bíl í 8 daga í febrúar hafi hækkað eða lækkað frá því síðast og niðurstaðan er sú að það er ekki á vísan að róa. Ennþá finnum við lægstu verðin hjá Rentalcars.com, sem sér um bílaleiguleit Túrista og verðin hjá Hertz hafa ýmist hækkað eða lækkað um mörg þúsund krónur. Aðrir standa næstum því í stað eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Það er því ekki víst að þeir sem bókuðu með góðum fyrirvara hafa fengið lægri verð en þeir sem ganga frá leigunni í dag.

Dagsetningarnar í könnuninni voru valdar af handahófi en miðað var við átta daga leigutíma í kringum flugáætlun Icelandair í Orlandó. Sambærilegar tryggingar, ótakmarkaður akstur og skattar voru hluti að leiguverðinu í öllum tilvikum.

Verð á bílaleigubílum við Sanford flugvöll í Orlandó 7. til 15. febrúar:

Meðalstór bíll (Intermediate)
Verð 2.des
Verð 17.okt
Munur
Budget.com 36.057 kr. 35.325 kr. +2%
Dohop.is 30.828 kr. 31.945 kr. -3,5%
Hertz.com 59.839 kr. 52.478 kr. +14%
Túristi (Rentalcars)* 28.943 kr. 29.243 kr. -0,01%
Stór bíll (Mini-Van)
Verð 2.des
Verð 17.okt Munur
Budget.com 53.649 kr. 52.560 kr. +2%
Dohop.is 44.475 kr. 43.844 kr. +1,5%
Hertz.com 51.926 kr. 68.071 kr. -2,4%
Túristi (Rentalcars)** 37.317 kr. 39.012 kr. -4,3%

*Rentalcars.com varð fyrir valinu þegar Túristi valdi sér samstarfsaðila til að sjá um bílaleiguleit Túrista. Verðlagið og sú staðreynd að síðan er á íslensku skiptu þar höfuðmáli.

TENGDAR GREINAR: Sex bestu fjölskylduhótelin í Orlando

Mynd: Visit Orlando