Samfélagsmiðlar

10 ráð fyrir flughrædda

Það er alls ekki þannig að allir sem setjast um borð í flugvél, halli sætinu aftur og slaki síðan á. Sumir eru á nálum alla leiðina og hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem vilja læra að vinna bug á hræðslunni.

heathrow flugtak

Flughræddir Íslendingar með útþrá geta lítið annað gert en tekist á við óttann. Því fyrir utan skipasiglingar frá Seyðisfirði á sumrin þá eru ekki önnur farartæki í boði en flugvélar þegar ferðast á héðan til útlanda.

Því er haldið fram að allt að þriðjungur fullorðinna sé með flugfælni á einhverju stigi en höfundur bókarinnar Overcome you fear of flying gerir hins vegar lítið út hættunni og bendir á að það séu meiri líkur á því að asni veiti þér banasár en að þú látir lífið í flugslysi.

Hér eru samansafn af ráðum fyrir flughræddra sem finna má heimasíðum ferðatímarita og flugstöðva.

1) Það er sennilega óhætt að fullyrða að margir telja sig halda flugfælninni í lágmarki með því að drekka áfengi fyrir flug og í háloftunum. Það er hins vegar samdóma álit sérfræðinga að áfengi geri illt verra því ölvun eykur líkurnar á því að fólki finnist það ekki hafa stjórn á aðstæðum. Einnig er víða mælt með því að kaffi sé sett á hilluna rétt á meðan ferðalaginu stendur. Hins vegar er gott að drekka nóg af vatni.

2) Þegar fólk er stressað brennir það fleiri hitaeiningum og því er nausynlegt að borða vel fyrir flug.

3) Morgunflug til útlanda er mjög algengt hér á landi og vafalítið margir sem mæta illa sofnir í Leifsstöð í morgunsárið. Þeir flughræddu ættu hins vegar að passa vel upp á svefninn og koma úthvíldir í flugið.

4) Til að minnka líkurnar á tímapressu er best að mæta snemma á flugstöðina og geta þannig haldið ró sinni og einbeitt sér að því að halda flughræðslunni í skefjum.

5) Flugvélar sem lenda í ókyrrð í háloftunum hristast meira fyrir aftan miðju og því skynsamlegt að velja sér sæti framarlega í vélinni.

6) Láttu áhöfnina vita ef þér líður illa og fáðu ráð frá þeim.

7) Andaðu djúpt en hægt og rólega.

8) Taktu með þér góða bók og tónlist í flugið.

9) Aflaðu þér þekkingar um flugvélar og tæknina sem býr að baki þeim. Ef það er eitthvað ákveðið hljóð eða hreyfing sem angrar þig sérstaklega þá skaltu reyna að komast að ástæðum þess að hljóðið heyrist.

10) Hugsaðu um áfangastaðinn og afhverju þú ert að leggja flugferðina á þig.

Icelandair heldur reglulega námskeið við flugfælni.

VINSÆLT: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 25% afsláttur í London –  3ja nóttin frí í Edinborg

Mynd: Heathrow Airport

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …