Samfélagsmiðlar

10 ráð fyrir flughrædda

Það er alls ekki þannig að allir sem setjast um borð í flugvél, halli sætinu aftur og slaki síðan á. Sumir eru á nálum alla leiðina og hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem vilja læra að vinna bug á hræðslunni.

heathrow flugtak

Flughræddir Íslendingar með útþrá geta lítið annað gert en tekist á við óttann. Því fyrir utan skipasiglingar frá Seyðisfirði á sumrin þá eru ekki önnur farartæki í boði en flugvélar þegar ferðast á héðan til útlanda.

Því er haldið fram að allt að þriðjungur fullorðinna sé með flugfælni á einhverju stigi en höfundur bókarinnar Overcome you fear of flying gerir hins vegar lítið út hættunni og bendir á að það séu meiri líkur á því að asni veiti þér banasár en að þú látir lífið í flugslysi.

Hér eru samansafn af ráðum fyrir flughræddra sem finna má heimasíðum ferðatímarita og flugstöðva.

1) Það er sennilega óhætt að fullyrða að margir telja sig halda flugfælninni í lágmarki með því að drekka áfengi fyrir flug og í háloftunum. Það er hins vegar samdóma álit sérfræðinga að áfengi geri illt verra því ölvun eykur líkurnar á því að fólki finnist það ekki hafa stjórn á aðstæðum. Einnig er víða mælt með því að kaffi sé sett á hilluna rétt á meðan ferðalaginu stendur. Hins vegar er gott að drekka nóg af vatni.

2) Þegar fólk er stressað brennir það fleiri hitaeiningum og því er nausynlegt að borða vel fyrir flug.

3) Morgunflug til útlanda er mjög algengt hér á landi og vafalítið margir sem mæta illa sofnir í Leifsstöð í morgunsárið. Þeir flughræddu ættu hins vegar að passa vel upp á svefninn og koma úthvíldir í flugið.

4) Til að minnka líkurnar á tímapressu er best að mæta snemma á flugstöðina og geta þannig haldið ró sinni og einbeitt sér að því að halda flughræðslunni í skefjum.

5) Flugvélar sem lenda í ókyrrð í háloftunum hristast meira fyrir aftan miðju og því skynsamlegt að velja sér sæti framarlega í vélinni.

6) Láttu áhöfnina vita ef þér líður illa og fáðu ráð frá þeim.

7) Andaðu djúpt en hægt og rólega.

8) Taktu með þér góða bók og tónlist í flugið.

9) Aflaðu þér þekkingar um flugvélar og tæknina sem býr að baki þeim. Ef það er eitthvað ákveðið hljóð eða hreyfing sem angrar þig sérstaklega þá skaltu reyna að komast að ástæðum þess að hljóðið heyrist.

10) Hugsaðu um áfangastaðinn og afhverju þú ert að leggja flugferðina á þig.

Icelandair heldur reglulega námskeið við flugfælni.

VINSÆLT: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 25% afsláttur í London –  3ja nóttin frí í Edinborg

Mynd: Heathrow Airport

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …