12 rauðir virkir dagar í ár

Daglaunafólk á gott ár í vændum, alla vega í frídögum talið.

Í ár verður baráttudagur verkalýðsins, þjóðhátíðardagurinn og öll jólin haldin hátíðleg á virkum degi. Almennir launþegar fá því aukalega tólf frídaga í miðri viku í ár, líkt og á því síðasta. Árið 2012 voru tveir rauðir dagar um helgi.

Hvítasunna í júní

Í byrjun sumars gefst gott tækifæri til að taka sér langt frí en spara um leið tvo orlofsdaga. Hvítasunnudagur verður áttunda júní í ár og annar í hvítasunnur er lögbundinn frídagur. Þjóðhátíðardagurinn er svo vikuna eftir og þar með er hægt að bóka tveggja vikna frí um miðjan júní en nota aðeins átta sumarleyfisdaga.

Síðasta vikan í apríl býður upp á það sama því sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 24. apríl í ár og fyrsti maí er viku síðar.

Aftur löng jól

Líkt og fyrra þá eru allir jóladagarnir á virkum degi í ár og vafalítið margir sem munu nýta sér það til að ferðast. En eins og kom fram hér nýverið þá seldist óvenju snemma upp í Kanaríferðir jólanna í fyrra.

BÍLALEIGA: Auðvelt að finna ódýrari bílaleigubílaSvona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl

Mynd: Turismos Canarias