1813 byssur gerðar upptækar á flugvöllum

Fimmtungi fleiri flugfarþegar í Bandaríkjunum voru gripnir með vopn í handfarangrinum í fyrra en árið á undan.  Langflestir voru með byssurnar hlaðnar og sumir reyndu að koma sprengiefni um borð.

Vopnaeftirlitið á bandarískum flugvöllum stendur undir nafni því á síðasta ári fundust að jafnaði fimm vopn á dag á farþegunum sjálfum eða þeim töskum sem þeir ætluðu að taka með í farþegarýmið. Samkvæmt bloggsíðu bandarísku flugöryggisstofnunarinnar (TSA) þá voru 1813 byssur gerðar uppækar og 8 af hverjum 10 voru hlaðnar.

Flestir reyndu að komast vopnaðir um borð á Atlanda flugvelli og þar fundust 111 skotvopn en alls voru byssur gerðar upptækar í 205 bandarískum flughöfnum í fyrra.

Flugfarþegar vestanhafs voru ekki aðeins gripnir með skammbyssur því töluvert var um handsprengjur, sprengiduft og í Chicago reyndi einn að komast um borð með bazooka eldflaug.

Líkt og Túristi greindi frá í sumar þá eru forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar ekki til í að veita jafn ítarlegar upplýsingar um vopnaburð flugfarþega eins og kollegar þeirra í Bandaríkjunum. En samkvæmt frétt Politiken var enginn gripinn með byssu á Kaupmannahafnarflugvelli í fyrra en þó voru tvær „paintball“ byssur gerðar upptækar.

TILBOÐ: 25% AFSLÁTTUR Í LONDONÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
NÝJAR GREINAR: Lægsta verðið þegar engin samkeppni er um farþegana