Aukið eftirlit með handfarangri

Það kostar Isavia tugi milljóna að fylgja nýjum reglum Evrópusambandsins um vökva í  handfarangri.

Í rúm sjö ár hafa flugfarþegar aðeins mátt taka með sér vökva í litlum flöskum í handfarangri. Vonir stóðu til að banninu yrði aflétt í Evrópu fljótlega eða slakað yrði á kröfunum. Evrópusambandið hefur hins vegar ákveðið að herða reglurnar nú um mánaðarmótin og samræma þær evrópsku við það sem gildir í bandarískum flughöfnum. Stærsta breytingin gengur út á að hér eftir verður að skima 40 prósent af öllum lyfjum, barnamat og öðrum matvælum í sérstökum skanna. Hingað til hefur það ekki verið gert.

Dýrar breytingar

Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að félagið hafi keypt búnað fyrir um 20 milljónir til að geta sinnt þessu aukna eftirliti og nú standi yfir þjálfun starfsmanna.

Samkvæmt heimasíðu Keflavíkurflugvallar þá gilda þessar reglur um vökva í handfarangri:

– Hver eining umbúða má að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva.
– Allar umbúðirnar verða að rúmast í gegnsæjum eins lítra plastpoka sem hægt er að lokameð plastrennilás
– Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn poka.
– Með umbúðum er átt við flöskur, túpur, hylki og annað sem getur innihaldið vökva.
– Gosflöskur og dósir eru flestar stærri en 100 ml (1dl) og eru því ekki leyfðar inn fyrir öryggishlið flugverndar.

Upplýsingar um undanþágur og fleira tengt takmörkun á vökva er að finna hér.

VINSÆLT: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
NÝTT: Wow Air nálgast Iceland Express
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg

Mynd: Isavia