Bestu hamborgaraborgirnar í Bandaríkjunum

Þjóðaréttur Bandaríkjanna smakkast best í þessum 10 borgum samkvæmt könnun meðal heimamanna.

Blaðamenn ferðatímaritsins Travel+Leisure í Bandaríkjunum könnuðu nýverið viðhorf lesenda til stærstu borganna Bandaríkjanna. Var fólk meðal annars beðið um að segja hvar því þætti standardinn á hamborgurum væri hæstur. Niðurstaðan er sú að Providence, á austurströnd Bandaríkjanna, er sá staður þar sem flestum ferðamönnum þykja þeir fá bestu hamborgarana. Providence skipar einnig efsta sætið á listanum yfir þær borgir þar sem pizzurnar eru bestar. Það er þó ekki bara skyndibiti sem kemur eldhúsunum í Providence á kortið því lesendur Travel+Leisure eru á því að aðeins San Francisco skáki borginni þegar kemur að því að fara fínt út að borða.

Af þeim bandarísku borgum sem flogið er beint til frá Íslandi þá fékk Denver bestu einkunnina fyrir hamborgara og endaði í sjötta sæti á landsvísu.

20 bestu hamborgaraborgirnar í Bandaríkjunum:

  1. Providence
  2. Kansas borg
  3. Chicago
  4. Houston
  5. Nashville
  6. Denver
  7. New York
  8. Austin
  9. Portland, Oregon
  10. San Antonio
  11. Minneapolis
  12. Portland, Maine
  13. Philadelphia
  14. Dallas
  15. Los Angeles
  16. Memphis
  17. San Francisco
  18. Savannah
  19. Boston
  20. San Diego

TENGDAR GREINAR: Leiðin frá Hvíta húsinu að uppáhalds skyndibitastað forsetafrúarinnar –  Bestu borgaranir í New York
BÍLALEIGA: Verðsveiflur á bílaleigum í Orlando

Mynd: Good Stuff Eatery