Farmiðar lækka í verði

Fargjöld til London lækka en þrátt fyrir það er mun ódýrara að fljúga til höfuðborga frændþjóðanna en til þeirra bresku. Margt bendir til að verð á flugi fari lækkandi.

Sá sem bókar í dag flugmiða til London eftir fjórar vikur kemst þangað fyrir nokkru minna en sá sem var í sömu sporum fyrir nákvæmlega ári síðan. Núna kostar ódýrasta fargjaldið rúmar 49 þúsund krónur en var á nærri 56 þúsund fyrir ári. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan bjóða Easy Jet, Icelandair og Wow Air öll ódýrari fargjöld núna en á sama tíma í fyrra.

Þeir sem ætla til Kaupmannahafnar borga aðeins meira núna.

Síðastu tvær vikur gerði Túristi verðkannanir á fargjöldum til 11 áfangastaða í Evrópu í sumar og í nær öllum tilvikum voru verðin lægri núna en þau voru á síðasta ári (sjá hér og hér). Það bendir því margt til þess að fargjöld fari lækkandi í takt við aukið framboð á flugi. En flugferðum til Lundúna hefur t.a.m. fjölgað hratt síðustu 2 ár og það hefur áhrif á verðið. Samt sem áður er ódýrara að fljúga til höfuðborga Noregs og Danmerkur en til London.

Ódýrast um páskana.

Þeir sem ætla út í páskavikunni en hafa ekki bókað far borga minna fyrir flugmiða til Oslóar og Kaupmannahafnar en til London. Athygli vekur að nánast enginn munur er á ódýrasta fargjaldi Easy Jet, Icelandair og Wow Air til London um miðjan apríl (sjá töflu neðst á síðunni).

Lægsta farið, báðar leiðir, til London í viku 8 (17.-23. febrúar) ef bókað 4 vikum fyrir brottför

  2014 2013 Verðbreyting
easyJet 65.136 kr. 71.344 kr. -8,7%
Icelandair 51.190 kr. 62.260 kr. -17,8%
WOW air 49.424 kr. 55.825 kr. -11,5%

 

 

 

 

Lægsta farið, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar í viku 8 (17.-23. febrúar) ef bókað 4 vikum fyrir brottför

  2014
2013 Verðbreyting
Icelandair 38.000 kr. 39.320 kr. -3,4%
WOW air 34.301 kr. 32.560 kr. +5,4%

 

 

 

Lægsta farið, báðar leiðir, til Oslóar í viku 8 (17.-23. febrúar) ef bókað 4 vikum fyrir brottför (Osló var ekki með í könnuninni fyrir árið síðan).

  2014
Icelandair 33.250 kr.
Norwegian 37.948 kr.
SAS 37.246 kr.

 

 

Svona hefur lægsta fargjaldið í viku 16 (14.-20.apríl) þróast milli ára:

Kaupmannahöfn 2014 2013 % Osló 2014 2013 % London 2014 2013 %
Icelandair 36.700 39.320 -6,7% Icelandair 33.250 38.503 kr. -13,6% easyJet 40.537 31.576 +28,4%
WOW air 34.301 37.560 -8,7% Norwegian 28.578 39.503 kr. -27,7% Icelandair 40.630 40.760 -0,3%
        SAS 37.246 30.196 kr. +23,4% WOW air 40.424 39.835 +1,5%

Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar og því stundum úr fáum flugum að velja, sérstaklega hjá easyJet. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn.

VINSÆLT: Er ódýrara að leigja bíl með 3ja vikna eða 3ja mánaða fyrirvara?
TILBOÐ: 15 prósent afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn3ja nóttin frí í Edinborg

Mynd:Terje Borud/VisitNorway.com