Verðin á bílaleigum Flórída fer upp og niður og íslenska krónan leikur þar stóra rullu. Það er því hægt að finna ódýrari bílaleigubíla í dag en fyrir þremur mánuðum síðan. Jafnvel þó stutt sé í ferðalagið.
Frá því í haust höfum við fylgst með verðþróun á bílaleigubílum á Flórída í febrúar. Athugunin leiðir í ljós að verðin hafa oftast hækkað í dollurum talið. En þar sem íslenska krónan hefur styrkst um nærri 5 prósent á tímabilinu þá eru bílarnir í sumum tilvikum ódýrari núna en þeir voru fyrir þremur mánuðum síðan.
Eins og áður er það Rentalscars.com, sem sér um bílaleiguleit Túrista, sem býður lægsta verðið á bílaleigubílum á Sanford flugvelli, heimahöfn Icelandair í Orlandó.
Eins og sést á töflunni hér fyrir neðan þá borgar sig að nota bókunarsíður sem gera verðsamanburð á ólíkum bílaleigum því þar finnast oft mun lægri verð þó bílarnir séu frá stærstu bílaleigufyrirtækjunum. Til dæmis munar um 40 prósent á hæsta og lægsta leiguverðinu á stórum fjölskyldubíl (Mini van) í næsta mánuði.
Dagsetningarnar í könnuninni voru valdar af handahófi en miðað var við átta daga leigutíma í kringum flugáætlun Icelandair í Orlandó. Sambærilegar tryggingar, ótakmarkaður akstur og skattar voru hluti að leiguverðinu í öllum tilvikum. Miðað er við almennt gengi.
Þess má geta að margar bókunarsíður leyfa notendum að afbóka sér að kostnaðarlausu. Þannig er hægt að falla frá dýrari pöntun og bóka nýja og ódýrari.
Verð á bílaleigubílum við Sanford flugvöll í Orlandó 7. til 15. febrúar:
Meðalstór bíll (Intermediate) |
Verð 15. jan | Verð 2.des |
Verð 17.okt |
Verðþróun sl. 3 mánuði |
Budget.com | 41.336 kr. | 36.057 kr. | 35.325 kr. | +17% |
Dohop.is | 29.571 kr. | 30.828 kr. | 31.945 kr. | -7,4% |
Hertz.com | 58.474 kr. | 59.839 kr. | 52.478 kr. | +11,4% |
Túristi (Rentalcars) | 28.295 kr. | 28.943 kr. | 29.243 kr. | -3% |
Stór bíll (Mini-Van) | Verð 15. jan |
|
Verð 17.okt | Verðþróun sl. 3 mánuði | |
Budget.com | 61.189 kr. | 53.649 kr. | 52.560 kr. | +6,9% | |
Dohop.is | 46.150 kr. | 44.475 kr. | 43.844 kr. | +11% | |
Hertz.com | 53.764 kr. | 51.926 kr. | 68.071 kr. | -3,5% | |
Túristi (Rentalcars) | 37.483 kr. | 37.317 kr. | 39.012 kr. | -4,3% |
TENGDAR GREINAR: Sex bestu fjölskylduhótelin í Orlando
Mynd: Visit Orlando