Sumarverðið 2014: Ódýrustu fargjöldin til 5 borga

Hvað kostar að fljúga til Alicante, Barcelona, Hamborgar, Mílanó og Zurich í sumar og hvernig hefur verðið þróast? Túristi hefur fylgst með verðþróuninni.

Umferð um Keflavíkurflugvöll mun aukast í ár ef áætlanir forsvarsmanna flugvallarins og flugfélaganna ganga eftir. Og þetta aukna framboð hefur áhrif á fargjöldin því sá sem bókar far í dag til Alicante, Barcelona, Hamborgar eða Mílanó borgar almennt minna en sá sem það gerði þennan sama dag í fyrra. Farið til Zurich hefur hins vegar hækkað milli ára eins og sjá má hér fyrir neðan.

Kannanir Túrista voru gerðar í dag og 8. janúar 2013 og fundnar voru ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför í hverjum sumarmánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið þegar við á og gengi dagsins í dag er notað til að reikna út verð erlendu félaganna.

Alicante – bilið breikkar á milli félaga

Í fyrra voru ódýrustu fargjöldin til Alicante í kringum fimmtíu þúsund krónur. Núna býður Primera Air hins vegar farið á rúmar fjörtíu þúsund í júní og júlí og það er hægt að finna ennþá ódýrara far í ágúst. Lægstu fargjöld Wow Air til Alicante hafa hins vegar hækkað um allt að fimmtung.

  Primera Air
WOW air
Jún 40.899 kr. 62.283 kr.
Júl 40.899 kr. 64.298 kr.
Ágú 33.189 kr. 56.283 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Alicante

Barcelona – Spánverjar bjóða betur en Íslendingar

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling hóf að fljúga til Íslands í fyrra. Lægstu fargjöld félagins eru um rúmum tíu þúsund krónum ódýrari en það sem bauðst best í fyrra. Icelandair hefur lækkað sitt verð í júní um fimmtung og Wow Air um 7 prósent.

  Icelandair Vueling WOW air
Jún 52.810 kr. 44.794 kr. 55.610 kr.
Júl 58.910 kr. 44.794 kr. 57.610 kr.
Ágú 52.810 kr. 49.540 kr. 61.610 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Barcelona

Hamborg – Enginn munur milli mánaða

Lufthansa hefur látið dótturfélagi sínu German Wings eftir flugið milli Keflavíkur og Hamborgar. En þangað fljúga einnig Airberlin og Icelandair. Þýsku félögin eru ódýrari í júní en ódýrustu fargjöld Icelandair í júlí og ágúst eru þau lægstu á markaðnum og eru þau örlítið lægri en í fyrra.

  Airberlin German Wings Icelandair
Jún 32.525 kr. 35.358 kr. 41.060 kr.
Júl 42.017 kr. 54.201 kr. 41.060 kr.
Ágú 42.017 kr. 43.284 kr. 41.060 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Hamborg

 

Mílanó – júní og júlí lækka í verði

Mílanó er eina ítalska borgin sem hægt er að fljúga beint til frá Keflavík. Í fyrra var Wow Air með lægsta farið til borgarinnar og kostaði það tæpar 57 þúsund krónur. Núna hafa ódýrustu fargjöld félagsins, að viðbættu farangurs- og bókunargjaldi, lækkað og hægt er að fljúga til Mílanó í júní fyrir um 45 þúsund krónur. Farmiði í júlí er líka lægra núna en þar sem Ítalir streyma aðallega til Íslands í ágúst þá er verðið þá hátt.

  Icelandair WOW air
Jún 54.120 kr. 44.837 kr.
Júl 54.120 kr. 50.837 kr.
Ágú 71.360 kr. 58.837 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Mílanó

Zurich – Farið hækkar þrátt fyrir fleiri ferðir

Ódýrustu fargjöldin til stærstu borgar Zurich hafa hækkað frá því í fyrra. Þá bauð Icelandair farið fyrir um 53 þúsund krónur en núna hefur verðið í júlí og ágúst hækkað þó ferðunum hafi fjölgað.

  Icelandair WOW air
Jún 52.520 kr. 57.928 kr.
Júl 58.720 kr. 65.928 kr.
Ágú 58.720 kr. 65.928 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Zurich

Vinsælt: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg fyrir lesendur Túrista

Mynd: Zuerich.com