Samfélagsmiðlar

Sumarverðið 2014: Ódýrustu fargjöldin til 5 borga

Hvað kostar að fljúga til Alicante, Barcelona, Hamborgar, Mílanó og Zurich í sumar og hvernig hefur verðið þróast? Túristi hefur fylgst með verðþróuninni.

Umferð um Keflavíkurflugvöll mun aukast í ár ef áætlanir forsvarsmanna flugvallarins og flugfélaganna ganga eftir. Og þetta aukna framboð hefur áhrif á fargjöldin því sá sem bókar far í dag til Alicante, Barcelona, Hamborgar eða Mílanó borgar almennt minna en sá sem það gerði þennan sama dag í fyrra. Farið til Zurich hefur hins vegar hækkað milli ára eins og sjá má hér fyrir neðan.

Kannanir Túrista voru gerðar í dag og 8. janúar 2013 og fundnar voru ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför í hverjum sumarmánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið þegar við á og gengi dagsins í dag er notað til að reikna út verð erlendu félaganna.

Alicante – bilið breikkar á milli félaga

Í fyrra voru ódýrustu fargjöldin til Alicante í kringum fimmtíu þúsund krónur. Núna býður Primera Air hins vegar farið á rúmar fjörtíu þúsund í júní og júlí og það er hægt að finna ennþá ódýrara far í ágúst. Lægstu fargjöld Wow Air til Alicante hafa hins vegar hækkað um allt að fimmtung.

 Primera Air
WOW air
Jún40.899 kr.62.283 kr.
Júl40.899 kr.64.298 kr.
Ágú33.189 kr.56.283 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Alicante

Barcelona – Spánverjar bjóða betur en Íslendingar

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling hóf að fljúga til Íslands í fyrra. Lægstu fargjöld félagins eru um rúmum tíu þúsund krónum ódýrari en það sem bauðst best í fyrra. Icelandair hefur lækkað sitt verð í júní um fimmtung og Wow Air um 7 prósent.

 IcelandairVuelingWOW air
Jún52.810 kr.44.794 kr.55.610 kr.
Júl58.910 kr.44.794 kr.57.610 kr.
Ágú52.810 kr.49.540 kr.61.610 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Barcelona

Hamborg – Enginn munur milli mánaða

Lufthansa hefur látið dótturfélagi sínu German Wings eftir flugið milli Keflavíkur og Hamborgar. En þangað fljúga einnig Airberlin og Icelandair. Þýsku félögin eru ódýrari í júní en ódýrustu fargjöld Icelandair í júlí og ágúst eru þau lægstu á markaðnum og eru þau örlítið lægri en í fyrra.

 AirberlinGerman WingsIcelandair
Jún32.525 kr.35.358 kr.41.060 kr.
Júl42.017 kr.54.201 kr.41.060 kr.
Ágú42.017 kr.43.284 kr.41.060 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Hamborg

 

Mílanó – júní og júlí lækka í verði

Mílanó er eina ítalska borgin sem hægt er að fljúga beint til frá Keflavík. Í fyrra var Wow Air með lægsta farið til borgarinnar og kostaði það tæpar 57 þúsund krónur. Núna hafa ódýrustu fargjöld félagsins, að viðbættu farangurs- og bókunargjaldi, lækkað og hægt er að fljúga til Mílanó í júní fyrir um 45 þúsund krónur. Farmiði í júlí er líka lægra núna en þar sem Ítalir streyma aðallega til Íslands í ágúst þá er verðið þá hátt.

 IcelandairWOW air
Jún54.120 kr.44.837 kr.
Júl54.120 kr.50.837 kr.
Ágú71.360 kr.58.837 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Mílanó

Zurich – Farið hækkar þrátt fyrir fleiri ferðir

Ódýrustu fargjöldin til stærstu borgar Zurich hafa hækkað frá því í fyrra. Þá bauð Icelandair farið fyrir um 53 þúsund krónur en núna hefur verðið í júlí og ágúst hækkað þó ferðunum hafi fjölgað.

 IcelandairWOW air
Jún52.520 kr.57.928 kr.
Júl58.720 kr.65.928 kr.
Ágú58.720 kr.65.928 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Zurich

Vinsælt: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg fyrir lesendur Túrista

Mynd: Zuerich.com

 

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …