Samfélagsmiðlar

Gott ferðaár framundan

Þeir sem ætla til útlanda í ár hafa úr miklu að moða og skiptir þá engu hvort þeir vilja fara á eigin vegum eða með fararstjóra.

Það stefnir í að meirihluti flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli fjölgi ferðum sínum í ár. Samkeppnin eykst á nokkrum flugleiðum og fjórir nýir áfangastaðir bætast við. Það eru kanadísku borgirnar Edmonton og Vancouver og Genf og Basel í Sviss. Ferðir til síðastnefndu borgarinnar eru á vegum Easy Jet en það er Icelandair sem bætir hinum þremur við leiðakerfi sitt í ár. Jómfrúarflugið til Edmonton verður farið í byrjun mars en hinar komast á kortið í vor og sumar. Önnur félög halda sig við sömu áfangastaði og á síðasta ári eða blanda sér í baráttuna um farþega á flugleiðum sem nú þegar eru í boði.

Nærri 8 ferðir á dag til Bretlands

Fyrir tveimur árum síðan var flogið héðan nítján sinnum í viku til London en í ár verða ferðirnar tvöfalt fleiri. Við þetta bætist svo áætlunarflug til Bristol, Edinborgar, Glasgow og Manchester og í heildina verður boðið upp á 54 ferðir á viku til Bretlands í ár frá Keflavík. Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu er kannski sú staðreynd að breskum ferðamönnum hafði fjölgað um 41 prósent hér á landi milli ára í byrjun desember samkvæmt tölum Ferðamálastofu.

Á fjarlægar slóðir

Það er ekki bara Ísland sem nýtur mjög aukinna vinsælda meðal erlendra ferðamanna. Þau í Búrma eru að ganga í gegnum álíka uppsveiflu því eftir að herforingastjórn landsins gerði útlendingum auðveldara um vik að heimsækja Búrma hefur straumurinn legið þangað. Þeir sem vilja heimsækja landið og njóta leiðsagnar íslensks fararstjóra geta gert það í mars þegar hópur að vegum Bændaferða leggur land undir fót. Þeir sem vilja til fjarlægra landa í ár geta valið úr þónokkrum ferðum til Asíu, S-Ameríku og Afríku í ár með íslenskum ferðaskrifstofum. En sennilega er óvenjulegasta ferðin á vegum Trans-Atlantic því ferðaskrifstofan efnir til hópferðar til N-Kóreu í vor.

Aukin samkeppni í sólarlandaferðum

Sumarblíðan lét varla sjá sig á suðvesturhorninu í fyrra og mikil eftirspurn var eftir ferðum héðan til útlanda þegar líða tók á júlí. Þrátt fyrir að margir Íslendingar hafi gert sér ferð til útlanda yfir sumarmánuðina þá var október sá mánuður sem flestir Íslendingar flugu frá Keflavíkurflugvelli á síðasta ári. Er þetta í fyrsta skipti, síðan Ferðamálastofa hóf mælingar í byrjun aldarinnar, sem einn af sumarmánuðunum er ekki vinsælasti mánuðurinn þegar litið er til utanlansferða Íslendinga. Hvort þetta mynstur er komið til að vera kemur í ljós en það er útlit fyrir að framboð á sólarlandaferðum frá Íslandi eigi eftir að aukast í sumar, til dæmis með tilkomu norrænu ferðakrifstofunnar Nazar.

Allt frá hruni hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað jafnt og þétt milli ára en ennþá er þó nokkuð í að ferðagleðin nái álíka hæðum og árið 2007. Þá flugu ríflega 406 þúsund íslenskir farþegar frá Keflavík en í lok nóvember í fyrra var talan komin upp í um 340 þúsund. Miðað við framboð á ferðum er líklegt að við nálgumst þetta sex ára met enn frekar í ár.

Vinsælt: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg fyrir lesendur Túrista

Mynd: Bændaferðir

Nýtt efni

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …