Heimild fyrir meiri vökva er í pípunum

Um mánaðamótin eykst eftirlit með vökva flugfarþega í Evrópu. Vonast er til að ný tækni muni gefa tilefni til að rýmka reglurnar á næstu árum.

Þessa dagana er verið að þjálfa öryggisverði á Keflavíkurflugvelli og taka í notkun búnað til að uppfylla nýjar kröfur Evrópusambandins um skimun á vökva í handfarangri. Líkt og Túristi greindi frá á mánudaginn þá hefur Isavia keypt tæki fyrir um 20 milljónir til að geta sinnt þessu aukna eftirliti.

Banni hugsanlega aflétt árið 2016

Frá og með mánaðamótum verður gerð krafa um að skima eigi að lágmarki fjörtíu prósent af öllum lyfjum og sérfæði (t.d. barnamat) í vökvasprengileitarvélum samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Í svari stofnunarinnar segir jafnframt að á næstu tveimur árum verður heimild sem farþegar hafa til að taka með sér vökva útvíkkuð í áföngum eftir því hver reynslan er af fyrsta áfanga og framförum í hönnun og framleiðslu vökvaskimunartækja.

Er stefnt að því að í lok árs 2016 verði farþegum heimilt að taka allan vökva með sér svo framarlega sem fullnægjandi tækjabúnaður verði fáanlegur til að skima vökvann.

Frá og með 31. janúar, þegar fyrsti áfangi tekur gildi, má farþegi hafa með sér eftirfarandi vökva samkvæmt upplýsingum frá Samöngustofu:

· Vökva í umbúðum sem eru max 100 ml. svo framarlega sem vökvanum er pakkað í „re-sealable“ poka sem tekur max 1 l og farþegi má einungis hafa einn slíkan poka. Þessi heimild hefur verið til staðar í þó nokkur ár en farþegar þurfa eftir sem áður að taka pokann upp úr tösku og framvísa við skimunarstöð eins og áður.

· Farþegar mega einnig taka með sér lyf- og sérfæði (barnamat o.s.frv.) þessi heimild er til staðar í dag en breytingin er sú að það er krafa um að skima að lágmarki 40% af öllum slíkum vökvum með LEDS þegar farið er með um í leitarstöð.

· Þá mega farþegar einnig hafa með sér vökva sem er keyptur í fríhöfn eða um borð í loftfari svo framarlega sem honum er pakkað í STEB (security tamper evident bag) en STEBs þurfa að vera í samræmi við forskrift frá ICAO og í pokanum með vökvanum þarf að fylgja kvittun sem staðfesta kaup á flugvelli / flugvél og að kaupin hafi verið gerð innan 36 klst . Breytingin varðandi þennan vökva er einnig sá að alla 40% af þessum vökva þarf að skima með sérstöku LEDS tæki þegar farið er um leitarstöð.

VINSÆLT: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg

Mynd: Isavia