Lægsta verðið þegar engin samkeppni er um farþegana

Hvað kostar að fljúga til borga þar sem aðeins eitt flug­félag er í boði? Hér eru ódýr­ustu fargjöldin til sex evrópskra borga í sumar.

Fyrir nákvæm­lega ári síðan þurfti að borga meira fyrir sumar­ferð til Edin­borgar, Gauta­borgar, Kölnar og Sankti Péturs­borgar en í dag. Hins vegar hafa fargjöldin til Varsjár og Lyon hækkað á milli ára. Allar þessar borgir eiga það sammerkt að aðeins eitt flug­félag býður upp á áætl­un­ar­ferðir þangað. Og að Edin­borg undan­skil­inni þá er eingöngu hægt að fljúga þangað beint frá Keflavík á sumrin.

Í síðustu viku athug­uðum við verð­þróun á farmiðum til fimm evrópskra borga þar sem ríkir samkeppni um farþegana. Verðin þá voru líka á alla vegu en höfðu almennt lækkað frá því í fyrra.

Líkt og áður voru fundnar ódýr­ustu ferð­irnar, báðar leiðir, með brottför frá Íslandi í hverjum mánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heim­ferðin getur því verið í öðrum mánuði en brott­förin t.d. ef ódýr­asta ferðin út er í síðustu viku júní­mán­aðar og ódýr­asta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókun­ar­gjöldum er bætt við farmiða­verðið og gengi dagsins í dag (16. janúar) er notað til að reikna út verð erlendu félag­anna. Í fyrra var könn­unin gerð 17.janúar

Easy Jet — Edin­borg

Nú er flogið til höfuð­borgar Skot­lands allt árið en áður var borgin á sumar­dag­skrá Iceland Express. Farmiðar Easy Jet eru á svipuðu róli og á síðasta ári nema í ágúst þar sem miklu munar.

  2013 2014
Jún 25.403 kr. 26.047 kr.
Júl 30.037 kr. 29.270 kr.
Ágú 29.187 kr. 22.523 kr.

 

 


Icelandair — Gauta­borg

Til næst fjöl­menn­ustu borgar Svíþjóðar er aðeins flogið frá miðjum júní og fram til loka sumars. Engin munur er á ódýrstu fargjöldum hvers mánaðar og þannig var það einnig í fyrra.

  2013 2014
Jún 40.510 kr. 40.190 kr.
Júl 40.510 kr. 40.190 kr.
Ágú 40.510 kr. 40.190 kr.

 

 

German Wings — Köln

Þýska lággjalda­flug­fé­lagið er eitt eftir í Köln en Iceland Express og Wow Air flugu þangað árið 2012. Júní er mánuð­urinn fyrir þá sem vilja komast ódýrt frá Köln­arferð­inni.

  2013
2014
Jún 42.651 kr. 36.743 kr.
Júl 57.949 kr. 47.577 kr.
Ágú 49.530 kr. 44.437 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verð­sam­an­burð á gist­ingu í Köln

Wow Air — Lyon

Wow Air bætir við ferðum til Lyon í sumar en ódýr­asta farið í júlí og ágúst hefur hækkað nokkuð frá því í fyrra.

  2013 2014
Jún 53.057 kr. 50.420 kr.
Júl 49.057 kr. 58.420 kr.
Ágú 49.057 kr. 54.420 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verð­sam­an­burð á gist­ingu í Lyon

Icelandair — Sankti Péturs­borg

Í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á áætl­un­ar­flug héðan til Rúss­lands. Eins og sjá má á töfl­unni þá er mun ódýrara að bóka flug til Sankti Péturs­borgar frá Keflavík í júní og júlí en það var á sama tíma í fyrra.

  2013 2014
Jún 50.860 kr. 39.290 kr.
Júl 50.860 kr. 39.290 kr.
Ágú 50.860 kr. 50.590 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verð­sam­an­burð á gist­ingu í Sankti Péturs­borg

Wow Air — Varsjá

Flug­sam­göngur við Pólland hafa verið nokkuð góðar síðustu ár enda býr fjöldi Pólverja á Íslandi. Lægstu fargjöldin til höfuð­borg­ar­innar hafa hækkað um alla vega tíund milli ára.

  2013 2014
Jún 61.440 kr. 64.792 kr.
Júl 61.440 kr. 66.792 kr.
Ágú 57.440 kr. 64.792 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verð­sam­an­burð á gist­ingu í Varsjá