Samfélagsmiðlar

Lægsta verðið þegar engin samkeppni er um farþegana

Hvað kostar að fljúga til borga þar sem aðeins eitt flugfélag er í boði? Hér eru ódýrustu fargjöldin til sex evrópskra borga í sumar.

Fyrir nákvæmlega ári síðan þurfti að borga meira fyrir sumarferð til Edinborgar, Gautaborgar, Kölnar og Sankti Pétursborgar en í dag. Hins vegar hafa fargjöldin til Varsjár og Lyon hækkað á milli ára. Allar þessar borgir eiga það sammerkt að aðeins eitt flugfélag býður upp á áætlunarferðir þangað. Og að Edinborg undanskilinni þá er eingöngu hægt að fljúga þangað beint frá Keflavík á sumrin.

Í síðustu viku athuguðum við verðþróun á farmiðum til fimm evrópskra borga þar sem ríkir samkeppni um farþegana. Verðin þá voru líka á alla vegu en höfðu almennt lækkað frá því í fyrra.

Líkt og áður voru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför frá Íslandi í hverjum mánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið og gengi dagsins í dag (16. janúar) er notað til að reikna út verð erlendu félaganna. Í fyrra var könnunin gerð 17.janúar

Easy Jet – Edinborg

Nú er flogið til höfuðborgar Skotlands allt árið en áður var borgin á sumardagskrá Iceland Express. Farmiðar Easy Jet eru á svipuðu róli og á síðasta ári nema í ágúst þar sem miklu munar.

 20132014
Jún25.403 kr.26.047 kr.
Júl30.037 kr.29.270 kr.
Ágú29.187 kr.22.523 kr.

 

 


Icelandair – Gautaborg

Til næst fjölmennustu borgar Svíþjóðar er aðeins flogið frá miðjum júní og fram til loka sumars. Engin munur er á ódýrstu fargjöldum hvers mánaðar og þannig var það einnig í fyrra.

 20132014
Jún40.510 kr.40.190 kr.
Júl40.510 kr.40.190 kr.
Ágú40.510 kr.40.190 kr.

 

 

German Wings – Köln

Þýska lággjaldaflugfélagið er eitt eftir í Köln en Iceland Express og Wow Air flugu þangað árið 2012. Júní er mánuðurinn fyrir þá sem vilja komast ódýrt frá Kölnarferðinni.

 2013
2014
Jún42.651 kr.36.743 kr.
Júl57.949 kr.47.577 kr.
Ágú49.530 kr.44.437 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Köln

Wow Air – Lyon

Wow Air bætir við ferðum til Lyon í sumar en ódýrasta farið í júlí og ágúst hefur hækkað nokkuð frá því í fyrra.

 20132014
Jún53.057 kr.50.420 kr.
Júl49.057 kr.58.420 kr.
Ágú49.057 kr.54.420 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Lyon

Icelandair – Sankti Pétursborg

Í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á áætlunarflug héðan til Rússlands. Eins og sjá má á töflunni þá er mun ódýrara að bóka flug til Sankti Pétursborgar frá Keflavík í júní og júlí en það var á sama tíma í fyrra.

 20132014
Jún50.860 kr.39.290 kr.
Júl50.860 kr.39.290 kr.
Ágú50.860 kr.50.590 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Sankti Pétursborg

Wow Air – Varsjá

Flugsamgöngur við Pólland hafa verið nokkuð góðar síðustu ár enda býr fjöldi Pólverja á Íslandi. Lægstu fargjöldin til höfuðborgarinnar hafa hækkað um alla vega tíund milli ára.

 20132014
Jún61.440 kr.64.792 kr.
Júl61.440 kr.66.792 kr.
Ágú57.440 kr.64.792 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Varsjá 

Nýtt efni
MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …