Skíðasvæði Bítlanna

Ekki langt frá Salzburg reyndu meðlimir Bítlanna að standa á skíðum fyrir nærri hálfri öld síðan.

Það eru engar heimildir til um skíðaiðkun Bítlanna fyrr en þeir eru komnir á þrítugsaldur. Nánar tiltekið árið 1965 þegar þeim var flogið til Austurríkis til að taka upp myndina Help í brekkum Obertauern skíðasvæðisins skammt frá Salzburg.
Þar lágu þeir félagar ósjaldan kylliflatir en ekki bara af því að þeir voru óvanir skíðaíþróttinni. Sagan segir nefnilega að þeir hafi tekið með sér það mikið magn af grasi í þessa skíðaferð að þeir áttu erfitt með að halda þræði.

Þeir Bítlaaðdáendur sem ætla í skíðaferð á næstunni ættu að íhuga Obertauern en þar eru brekkurnar samtals 100 kílómetrar að lengd.

Wow Air flýgur til Salsburg en þaðan eru 90 kílómetrar í skíðasvæðið þar sem myndin Help var tekin upp.