Stundvísitölur: Óstundvísari en áður

klukka

Helmingur ferða Icelandair í desember var ekki á áætlun og þriðja hver vél Wow Air var of sein.

Ferðum til og frá landinu seinkaði mjög oft í desember. Innan við helmingur brottfara Icelandair frá Keflavík hélt áætlun en ferðum Wow Air frá landinu seinkaði sjaldnar eða í einu af hverjum fjórum tilfellum. Vanalega fer hlutfallið ekki undir 80 prósent hjá félögunum.

Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá komu vélar íslensku félaganna til landsins á réttum tíma í um helmingi tilvika í síðasta mánuði. En almennt eru komutímar flugfélaga notaðir til að skera úr um stundvísi þeirra en ekki brottfarartímar. Þess má geta að erlendum félögunum í Keflavík gekk líka nokkuð erfiðlega að halda áætlun í desember.

Veðurfar á Íslandi og í útlöndum riðlar reglulega áætlunum flugfélaga á þessum árstíma en ekki er tekið tillit til þess í stundvísiútreikningum Túrista.

Stundvísitölur Túrista – desember 2013

1.-31.desember.Hlutfall brottfara á tímaMeðalseinkun brottfaraHlutfall koma á tímaMeðalseinkun komaHlutfall ferða á tímaMeðalseinkun allsFjöldi ferða
Icelandair

47%

12 mín53%13 mín50%13 mín1019
WOW air73%10 mín57%18 mín65%15 mín212

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um minna en korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru 14 mínútur dregnar frá öllum seinkunum sem eru lengri en 15 mínútur. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

VINSÆLT: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg

Mynd: Gilderic/Creative Commons