Samfélagsmiðlar

Stundvísitölur: Óstundvísari en áður

klukka

Helmingur ferða Icelandair í desember var ekki á áætlun og þriðja hver vél Wow Air var of sein.

Ferðum til og frá landinu seinkaði mjög oft í desember. Innan við helmingur brottfara Icelandair frá Keflavík hélt áætlun en ferðum Wow Air frá landinu seinkaði sjaldnar eða í einu af hverjum fjórum tilfellum. Vanalega fer hlutfallið ekki undir 80 prósent hjá félögunum.

Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá komu vélar íslensku félaganna til landsins á réttum tíma í um helmingi tilvika í síðasta mánuði. En almennt eru komutímar flugfélaga notaðir til að skera úr um stundvísi þeirra en ekki brottfarartímar. Þess má geta að erlendum félögunum í Keflavík gekk líka nokkuð erfiðlega að halda áætlun í desember.

Veðurfar á Íslandi og í útlöndum riðlar reglulega áætlunum flugfélaga á þessum árstíma en ekki er tekið tillit til þess í stundvísiútreikningum Túrista.

Stundvísitölur Túrista – desember 2013

1.-31.desember.Hlutfall brottfara á tímaMeðalseinkun brottfaraHlutfall koma á tímaMeðalseinkun komaHlutfall ferða á tímaMeðalseinkun allsFjöldi ferða
Icelandair

47%

12 mín53%13 mín50%13 mín1019
WOW air73%10 mín57%18 mín65%15 mín212

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um minna en korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru 14 mínútur dregnar frá öllum seinkunum sem eru lengri en 15 mínútur. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

VINSÆLT: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg

Mynd: Gilderic/Creative Commons

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …