Þangað flugu vélarnar frá Keflavík

Fimmta hver vél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði var á leiðinni til London. Hér eru þær tíu borgir sem oftast var flogið til desember.

Það voru farnar 688 áætlunarferðir frá Keflavík í síðasta mánuði og skiptust þeir á 26 áfangastaði. Þetta eru álíka margar ferðir og í nóvember en þá var ferðinni heitið til 22 borga samkvæmt talningum Túrista. Ástæðan fyrir fleiri áfangastöðum í desember er sú að þá er boðið upp á jólaflug til nokkurra borga. Einnig hófst flug Wow Air til Salzburg í Austurríki í síðasta mánuði.

Af þessum tæplega sjö hundruð flugferðum þá var um fimmtungur þeirra til Lundúna en flogið er héðan til þriggja flugvalla í grennd við höfuðborg Bretlands. Kaupmannahöfn er næst vinsælasti áfangastaðurinn og Osló í Noregi kemur þar á eftir eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Vægi áfangastaðanna í brottförum talið í desember:

  1. London: 20,4%
  2. Kaupmannahöfn: 13,5%
  3. Osló 9,5%
  4. New York: 6,4%
  5. París: 5,7%
  6. Stokkhólmur: 4,9%
  7. Amsterdam: 4,2%
  8. Boston: 4,2%
  9. Frankfurt: 3,6%
  10. Seattle: 3,5%

VINSÆLT: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu út um allan heim